Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ithrottarad-leggst-gegn-kvartmilubraut
Íþróttaráð leggst gegn kvartmílubraut Íþróttaráð Akureyrar leggst að svo stöddu gegn lagningu kvartmílubrautar í fullri lengd á fyrirhuguðu akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar á Glerárdal. Ráðið leggur til að lögð verði braut sem fullnægi kröfum um ökugerði og hafi þannig þau áhrif að draga úr mögulegri hávaðamengun. Þá er bent á þann möguleika að færa þá reiðleið sem er hvað næst aksturíþróttasvæðinu. Mál þetta var tekið fyrir á fundi íþróttaráðs í síðustu viku en því hafði verið frestað á fundi ráðsins 10. júlí sl.Til viðbótar fyrirliggjandi gögnum var lögð fram umsögn af hálfu Hestamannafélagsins Léttis, frá Ólafi Hjálmarssyni verkfræðingi um hljóðmælingarskýrslu Línuhönnunar sem unnin var fyrir Akureyrarbæ sem og bréf frá lögfræðingi Léttis, Arnóri Halldórssyni. Íþróttaráð telur áætlaðar hljóðvarnir sem fram koma í deiliskipulagstillögu Halldórs Jóhannssonar fyrir fyrirhugað akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar á Glerárdal fullnægjandi að teknu tilliti til hljóðmengunar og öryggis hestamanna sem hafa aðstöðu sína í næsta nágrenni svæðisins. Ráðið beinir því til skipulagsnefndar að brugðist verði við framkomnum athugasemdum Hestamannafélagsins Léttis við skýrslu Línuhönnunar á viðeigandi hátt. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir sitt leyti samkvæmt ofangreindri breytingartillögu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorsarar-attu-aldrei-moguleika-i-grindavik
Þórsarar áttu aldrei möguleika í Grindavík Grindvíkingar stefna hraðbyri upp í úrvalsdeild á ný eftir góðan og öruggan sigur á Þórsurum í Grindavík um helgina. Grindvíkingar voru mun sterkari í leiknum og var Orri Freyr Hjaltalín sýnum fyrrum félögum í Þór gríðarlega erfiður. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, snemma leiks, og olli í sífellu miklum usla í óöruggri Þórsvörninni. Heimamenn bættu reyndar ekki við öðru marki fyrr en á 70. mínútu þegar Andri Steinn Birgisson skoraði. Eysteinn Húni Hauksson skoraði svo þriðja og síðasta markið skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar voru eins og tölurnar gefa til kynna mun sterkari en Þórsarar, sem virkuðu hálf andlausir í leiknum. Þeir fengu fá færi og varnarleikurinn var ekki traustur, nokkuð sem þarf að laga ef ekki á illa að fara gegn Stjörnunni í næsta leik. Þórsarar eru nú í 8.sæti deildarinnar. Nánar er fjallað um leikinn í Vikudegi á fimmtudaginn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ferdamadur-a-hradferd
Ferðamaður á hraðferð! Lögreglumenn frá Akureyri sem voru á eftirlitsferð í Öxnadal stöðvuðu bifreið sem ekið var á ofsahraða. Undir stýri reyndist erlendur ferðamaður og mældist bifreið hans á 140 km hraða. Ökumaðurinn þurfti að reiða fram háa sektarupphæð en erlendum ferðamönnum sem teknir eru fyrir hraðakstur er gert að staðgreiða sektir sínar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-tapadi-gegn-ibv
KA tapaði gegn ÍBV KA tapaði gegn ÍBV 0-2 í 1.deild karla á föstudagskvöldið. Leikurinn var afar daufur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lifnaði heldur yfir honum. Eyjamenn voru þá töluvert sterkari aðilinn og uppskáru tvö mörk án þess að KA náði að svara. KA menn áttu fá umtalsverð marktækifæri í leiknum, en hefðu þó með smá heppni getað skorað undir lokin þegar þeir náðu ágætis pressu að marki Eyjamanna. Allt kom þó fyrir ekki og KA situr nú í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig, einungis þremur meira en Reynir Sandgerði sem er neðst. En þessi lið mætast einmitt í næstu umferð. Nánari umfjöllun um leikinn birtist í Vikudegi næsta fimmtudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vetrarstarf-grunnskolanna-hafid
Vetrarstarf grunnskólanna hafið Vetrarstarf grunnskóla Akureyrar hófst í vikunni en alls eru 2.570 nemendur á grunnskólaaldri og þar af eru 260 nemendur að stíga sín fyrstu skref í 1. bekk. Brekkuskóli er fjölmennastur með um 540 nemendur og fæstir eru nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 20. Þá munu 28 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár. Líkt og undanfarin ár gekk vel að manna grunnskólana á Akureyri og er hlutfall fagmenntaðra mjög hátt eða 99%. Í grunnskólunum eru nú um 265 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur störf. Alls eru 404 starfsmenn í þessum 362 stöðugildum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felagar-i-sulum-til-leitar
Félagar í Súlum til leitar Félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, munu taka þátt í leitinni að þýsku fjallagöngumönnunum á Svínafellsjökli. Von er á Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar til Akureyrar nú í hádeginu og mun hún fljúga með 7 björgunarsveitarmenn frá Súlum til Hornafjarðar. Að sögn Skúla Árnasonar, formanns Súlna, er ráðgert að björgunarsveitarmennirnir verði fluttir með þyrlu upp á jökulinn, þar setji þeir upp tjaldbúðir og haldi til leitar út frá þeim. Hann sagði að aðstæður til leitar væru mjög erfiðar, jökullinn væri mjög sprunginn og víða snjór yfir. Skúli sagði að fjöldi leitarmanna væri þegar á svæðinu en að ekki hefðu borist nýjar upplýsingar af gangi mála. Tvær þyrlur eru notaðar til að flytja leitarmenn á svæðið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/budu-laegst-i-midhusabraut
Buðu lægst í Miðhúsabraut Fyrirtækið GV gröfur ehf. átti lægstu tilboð í lagningu Miðhúsabrautar vestan Geislatúns á Akureyri en alls bárust tilboð frá þremur aðilum í verkið. Samkvæmt útboði átti að skila tilboðum miðað við tvo skiladaga á fyllingum, verk A1, að þeim sé lokið fyrir 1. janúar 2008 og verk A2, að þeim sé lokið fyrir 20. apríl 2008. GV gröfur buðu rúmar 96 milljónir króna í verk A1, sem er um 80% af kostnaðaráætlun og rúmar 89,3 milljónir króna í verk A2, sem er um 86% af kostnaðaráætlun. Alls var kostnaðaráætlun vegna A1 um 120,3 milljónir króna og vegna A2 um 103,3 milljónir króna. Klæðning ehf. bauð 110 milljónir króna í verk A1, eða um 91% af kostnaðaráætlun og 100 milljónir króna í A2, eða um 97% af kostnaðaráætlun. G. Hjálmarsson hf. bauð um 114,5 milljónir króna í A1, um 95% af kostnaðaráætlun og um 125,5 milljónir í A2, um 121% af kostnaðaráætlun. Í útboðinu er um að ræða jarðvegsskipti, klapparskeringar, undirgöng, lagningu fráveitulagna og rafstrengja ásamt ljósastaurum í Miðhúsabraut, Brálund og Súluveg. Heildarlengd gatna er 2 km og skal verkinu að fullu lokið fyrir 15. júní á næsta ári.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/formleg-opnun-hja-saga-capital
Formleg opnun hjá Saga Capital Saga Capital Fjárfestingarbanki verður formlega opnaður á morgun, föstudag, þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra klippir á borða og vígir höfuðstöðvar bankans í Gamla barnaskólanum á Akureyri. Þetta gamla og glæsilega skólahús er ríflega hundrað ára gamalt og friðað að utan en hefur nú fengið nýtt hlutverk eftir gagngerar endurbætur. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki, stofnaður af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum. Bankinn hóf starfsemi í maí á þessu ári. Hann veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fagfjárfesta og tekur líka virkan þátt á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum með fjárfestingum fyrir eigin reikning. Töluvert umrót hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, segir að þessar sveiflur skapi kjörin tækifæri fyrir hinn unga banka. "Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda við höfum komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu," segir Þorvaldur. Saga Capital hefur vaxið hratt frá því hugmyndin kviknaði hjá stofnendum bankans fyrir tæpu ári síðan. Nú starfa 30 manns hjá Saga Capital, bæði á Akureyri og í Reykjavík, og sérfræðingar bankans vinna að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. Að baki bankanum stendur breiður hópur alls 80 hluthafa, bæði fagfjárfesta og fyrirtækja, sem endurspegla flest svið íslensks atvinnulífs. Enginn einstakur hluthafi á yfir 12 prósent hlutafjár. Saga Capital er aðili að öllum norrænu OMX kauphöllunum og stefnir að skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöll.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fiskidagurinn-styrkir-gotusmidjuna
Fiskidagurinn styrkir Götusmiðjuna Fiskidagurinn mikli í Dalvíkurbyggð hefur á hverju ári styrkt góðgerðarstofnanir með fiskiskömmtum sem hafa verið afgangs eftir daginn. Í ár voru það fjögur bretti eða um 10.000 skammtar sem Fiskidagurinn mikli sendi Götusmiðjunni, mikil ánægja var á meðal forsvarsmanna Götusmiðjunnar sem höfðu á orði að þetta væri nú bara matur út árið. Á undanförnum árum hafa m.a Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Byrgið og Kvennaathvarfið fengið sendingu frá Fiskideginum mikla á Dalvík.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorka-i-bikarurslit-i-2-flokki-kvenna
Þór/KA í bikarúrslit í 2. flokki kvenna Þór/KA tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. flokki kvenna með öruggum 4-1 sigri á GRV í Grindavík. Mörk Þórs/KA skoruðu Rakel Hönnudóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Inga Dís Júlíusdóttir 2. Akureyringar geta því svo sannarlega hlakkað til framtíðarinnar í fótboltanum. Þór og KA mætast einmitt í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla í september og nú hefur sameiginlegt lið félaganna tryggt sig í úrslitaleikinn í 2. flokki kvenna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jafntefli-hja-ka-og-thor-i-2-flokki
Jafntefli hjá KA og Þór í 2. flokki KA og Þór mættust í gærkvöld í 2. flokki karla á KA-vellinum kl. 19:00. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á blautum, en sléttum og góðum velli. Liðin skildu jöfn, 1-1, en Vikudegi hafa enn ekki borist upplýsingar um markaskorara í leiknum. Upplýsingar um hverjir skoruðu óskast sendar á [email protected]
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolamaltidir-haekka
Skólamáltíðir hækka Á fundi skólanefndar Akureyrarbæjar nú í vikunni lá fyrir uppgjör á rekstri skólamötuneyta miðað við 31. júlí 2007 og útgönguspá fyrir árið. Í ljósi þessara upplýsinga kom fram tillaga um að gjaldskrá skólamötuneytanna yrði hækkuð um 12% og mánaðarkort verði lögð af. Þrátt fyrir þessa hækkun er gert ráð fyrir að skólamötuneytin þurfi að hagræða í rekstri til að endar nái saman. Skólanefnd samþykkti fyrir sitt leyti að gjaldskrá skólamötuneytanna hækkaði um 12% og mánaðaráskrift verði lögð af vegna lítillar nýtingar. Haraldur Ingólfsson fulltrúi foreldra óskaði bókað að hann lýsti vonbrigðum með að niðurstöður könnunar á hagkvæmni sameiginlegra innkaupa sem skólanefnd bókaði um 19. febrúar sl. lá ekki fyrir þegar ákvörðun um þessa hækkun var tekin.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyrarslagur-i-2flokki-karla-i-kvold
Akureyrarslagur í 2.flokki karla í kvöld Í kvöld fer fram á KA-vellinum sannkallaður stórleikur í B-deild 2.flokks karla þegar KA og Þór mætast. Deildin er afar jöfn og t.a.m munar aðeins örfáum stigum á milli efsta og neðsta liðs deildarinnar, en alls eru 8 lið í henni. Margir af leikmönnum meistaraflokka liðanna verða í eldlínunni í kvöld enda vill engin tapa Akureyrarslag og því má eiga von á því að öllu verði tjaldað. Leikurinn hefst kl.19:00 og er eins og áður sagði á KA-vellinum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tekst-thorka-ad-halda-ser-uppi
Tekst Þór/KA að halda sér uppi? Lokaspretturinn í Landsbankadeild kvenna fer senn að hefjast og er staða Þórs/KA betri en oftast áður, eftir góðan sigurleik gegn Fylki á útivelli í síðustu umferð. Liðið á nú eftir fjóra leiki í deildinni, tvo þeirra á heimavelli gegn KR og keppinautunum í fallbaráttunni, ÍR. Einnig á liðið eftir tvo útileiki gegn Stjörnunni og Val. Staðan í deildinni er nú nú þannig að Þór/KA situr í sjöunda sætinu með 7 stig, ÍR er í því áttunda með 4 stig og töluvert lakari markatölu, neðstar eru svo Fylkisstelpur með þrjú stig og eru þær enn án sigurs. Erfitt er að ætlast til þess að Þór/KA taki stig á móti toppliðum deildarinnar, KR eða Val, en hins vegar myndi sigur á ÍR og stig gegn Stjörnunni nær örugglega tryggja sæti liðsins í deildinni. Hvort tveggja er raunhæft, þ.e. að vinna ÍR og að minnsta kosti gera jafntefli við Stjörnuna. Fylkir og ÍR virðast við fyrstu sín eiga „léttari” leiki eftir og eiga til að mynda eftir að mætast innbyrðist og einnig eiga þau leiki til góða. Það er því ljóst að ef Þór/KA ætlar sér að halda sæti sínu í deildinni og þá jafnvel halda því sjöunda, þá verður liðið að taka stig gegn fleiri liðum en ÍR til að geta andað rólega. Haldist hins vegar 7. sætið í deildinni er það í fyrsta skipti síðan árið 2002 sem liðið verður ofar en neðstu tvö sæti úrvalsdeildarinnar og fellur ekki eða fer ekki í umspil um laust sæti í úrvalsdeild. Umspilið virkar þannig að næstneðsta lið úrvalsdeildar spilar við lið úr 1. deild um laust sæti í deildinni, líkt og Þór/KA og ÍR gerðu í fyrra. Það umspil endaði eins og frægt er orðið með kærumálum og að lokum fengu bæði lið sæti í Landsbankadeildinni, því eru þar 9 lið í ár í stað 8 eins og verið hafði. Nokkuð vantar hins vegar upp á til að jafna besta árangur Þórs/KA og áður Þórs/KA/KS í deildinni, en það var 5. sætið árið 2002 þegar liðið lék undir stjórn Valdimars Pálssonar. Deildin sterkari nú en nokkru sinni fyrr Miklu hefur verið til tjaldað hjá Þór/KA í ár til að halda sætinu í deildinni, m.a. hafa verið fengnir til liðsins 5 erlendir leikmenn sem hafa styrkt liðið til muna. Það sama má reyndar segja um flest önnur lið Landsbankadeildarinnar, þau hafa öll styrkt sig mikið með erlendum leikmönnum og er deildin því sterkari en nokkru sinni fyrr. Því yrði afrekið að halda sér uppi, sérstaklega í ljósi þess að mjög ungir leikmenn eru í þeim stöðum sem erlendu leikmennirnir eru ekki í. Kvennaknattspyrnan á Íslandi er í mikilli sókn og er Akureyri þar engin undantekning. Margar efnilega knattspyrnustelpur bíða þess að fá tækifærið hjá Þór/KA, og þær vilja eflaust fá það tækifæri í efstu deild. Nú er tækifærið svo sannarlega fyrir hendi og vonandi er að eina lið Norðurlands í efstu deild í knattspyrnu nái að halda sér þar á sannfærandi hátt. Að lokum er hér staðan í deildinni og þeir leikir sem þrjú neðstu liðin eiga eftir. Þór/KA: KR (h), Stjarnan (ú), ÍR (h), Valur (ú) ÍR: Fjölnir (h), Fylkir (ú), KR (h), Þór/KA (ú), Stjarnan (h) Fylkir: Stjarnan (ú), ÍR (h), Valur (ú), Keflavík (h), Breiðablik (ú) L U J T Mörk Stig 1. Valur 11 10 1 0 54:5 31 2. KR 11 10 1 0 49:12 31 3. Breiðablik 12 7 1 4 25:24 22 4. Keflavík 12 7 0 5 28:26 21 5. Stjarnan 12 4 3 5 19:23 15 6. Fjölnir 11 3 3 5 11:15 12 7. Þór/KA 12 2 1 9 9:34 7 8. ÍR 11 1 1 9 13:48 4 9. Fylkir 10 0 3 7 9:30 3
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ovitar-fyrsta-frumsyning-la
Óvitar fyrsta frumsýning LA Æfingar eru komnar vel á veg fyrir fyrstu frumsýningu haustsins hjá Leikfélagi Akureyrar, sem verður 15. september í Samkomuhúsinu. Þar er á ferðinni stórsýning á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, "Óvitar", í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Fyrir uppsetninguna nú hefur verið samin tónlist og það er Jón Ólafsson sem á heiðurinn af allri tónlist í verkinu. Sl. föstudag fóru fram upptökur á sjónvarpsefni til notkunar í sýningunni. Upptökurnar fylgdu reglu leikritsins því þar léku börn fullorðna og fullorðnir léku börnin. Sigurður leikstýrði því þremur átta ára drengjum í Dressman-auglýsingu, 9 ára stúlku sem leikur fréttakonu og 45 ára karlmanni sem leikur í bleyjuauglýsingu. Rúmlega 500 börn tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir sýninguna en 17 börn hlutu hlutverk og hófu þau æfingar ásamt fullorðnum leikurum sýningarinnar í maí sl. Upptökum á lögunum 12 í sýningunni er lokið og er geisladiskur með tónlistinni væntanlegur í verslanir eftir tvær vikur. Þá kemur leikritið einnig út í nýrri útgáfu á vegum Eddu útgáfu. Í Óvitum er allt á hvolfi. Þar minnkar maður með aldrinum, fullorðnir leika börn og börnin leika þá fullorðnu. Það er þó ekki fyrr en Finnur strýkur að heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru miður sín og jafnvel skólastjórinn brestur í grát. En í miðjum látunum eignast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um lífið og hvernig það er að verða lítill.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ibuafundur-i-holta-og-hlidahverfi
Íbúafundur í Holta- og Hlíðahverfi Íbúafundur verður haldinn í Holta- og Hlíðahverfi á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, kl. 20.30 í matsal Glerárskóla. Kynntar verða tillögur að skipulagi á byggingarreit sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og Undirhlíð. Eins og fram hefur komið í Vikudegi, áformar byggingafyrirtækið SS Byggir að byggja tvö 7 hæða fjölbýlishús við Undirhlíð. Ráðgert er að húsin komi syðst á svæðinu og muni tilheyra Undirhlíð. Miðsvæðis á þessu svæði er svo gert ráð fyrir leiksvæði. Gestir fundarins á morgun verða Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Sigurður Sigurðsson og Logi Már Einarsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felagsgjald-einingar-idju-laekki
Félagsgjald Einingar-Iðju lækki Stjórn Einingar-Iðju samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja það til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður í apríl á næsta ári, að lækka félagsgjaldið niður í 1,0% en það er 1,3% nú. Samþykki aðalfundurinn lækkunina mun það hafa í för með sér að hætt verður að efla Vinnudeilusjóð Einingar-Iðju að því marki sem gert hefur verið á undanförnum árum. Miklar umræður hafa orðið um félagsgjöld stéttarfélaga frá því að VR lækkaði félagsgjald sitt niður í 0,7% fyrir skemmstu. Félagsgjald Eflingar stéttarfélags mun einnig lækka um næstu áramót. Það er mat stjórnar Einingar-Iðju að ekki sé hægt að reka félagið á lægra félagsgjaldi en 1,0% án þess að skerða þjónustu þess að miklum mun. Ef gjaldið yrði lægra þyrfti m.a. að segja upp starfsfólki á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri og loka ef til vill skrifstofu félagsins á Dalvík, segir á vef félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/floamarkadur-ad-homrum
Flóamarkaður að Hömrum Það verður mikið um að vera á tjaldsvæðinu að Hömrum helgina 25. og 26. ágúst nk. en þá verður haldinn þar flóamarkaður til styrktar bágstöddum í Mósambik undir yfirskriftinni „Gerum eitthvað gott, gerum það saman". Markaðurinn er nú haldinn annað árið í röð en að honum standa þær Margrét Þóra Einarsdóttir og Guðrún Blöndal en einnig leggja skátar á Akureyri hönd á plóg, starfsmenn bæjarins og fleiri. Fyrir ári safnaðist rúmlega 1,1 milljón króna, sem rann til uppbyggingar á munaðarleysingjaheimili í Mósambik. Að þessu sinni verður þeim fjármunum sem safnast varið til að byggja við barnaskóla í bæ í Mósambik sem heitir Lamego og vonast Margrét til að hægt verði að byggja fjórar kennslustofur, salerni og kennarahús. Í dag fer kennsla yngstu barnanna í skólanum fram undir tré, sem verða að teljast frekar frumstæðar aðstæður. Þessa dagana er verið að safna á flóamarkaðinn og hafa bæjarbúar tekið vel við sér, gefið húsgögn og fleira, reyndar allt frá lyklakippum til ísskápa, að sögn Margrétar. Hún sagði að í ár tækju starfsmenn Akureyrarbæjar þátt í að sækja muni heim til fólks og enn er hægt að leggja þessu máli lið með því að gefa á flóamarkaðinn og/eða að mæta að Hömrum um aðra helgi. Þar verður einnig boðið upp á skemmtiatriði og dagskrá fyrir börnin og hægt verður að kaupa veitingar. „Það geta allir tekið þátt í þróunarstarfi, án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því eða leggja í mikinn kostnað." Margrét starfaði í Mósambik fyrir um 10 árum og Marta systir hennar starfar þar í dag hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Marta er jafnframt tengiliður verkefnisins þar. Margrét sagðist vilja hvetja Norðlendinga til að taka þátt í þessu verkefni og þeir sem vilja gefa á flóamarkaðinn geta haft samband við hana í síma 865 3494 eða Guðrúnu í síma 865 6675. Nánari upplýsingar um verkefnið fá finna á www.123.is/gott
https://www.vikubladid.is/is/frettir/16-ara-a-stolnum-bil
16 ára á stolnum bíl Lögreglan á Akureyri stöðvaði í nótt ökuferð 16 ára unglings í bænum, en hann var, eins og gefur að skilja sökum aldurs hans, próflaus. Þá viðurkenndi hann að vera undir áhrifum fíkniefna og hann hafði tekið bifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi. Tilkynnt var um innbrot í hárgreiðslustofu á Akureyri undir morgun. Útihurð hafði verið spennt upp og hillur innan við hurðina hrunið niður sökum þess. Styggð hefur komið að þjófnum og var hann á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikilvaegt-ad-vardveita-aettfraedigogn
Mikilvægt að varðveita ættfræðigögn Oddur Helgason hjá ORG - ættfræðiþjónustunni ehf. í Reykjavík var á ferð á sínum gömlu heimaslóðum á Akureyri og í næsta nágrenni nýlega, m.a. í leit að efni sem tengist vinnu hans við ættrakningar. Fyrirtæki hans sérhæfir sig í ættrakningum og söfnun allra þeirra ættfræðigagna sem Íslendinga varðar og þar með eru talin gögn um Vestur-Íslendinga. Oddur kom við á ritstjórn Vikudags og var hinn ánægðasti með afrakstur ferðar sinnar norður yfir heiðar. Hann hafði fengið í hendur 15 möppur með ættfræðigögnum frá Herði Jóhannssyni á Amtsbókasafninu og bækur með gögnum um fólk úr Fljótum, frá Sigurjóni Sæmundssyni á Siglufirði. Þau gögn fara svo á Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki eftir að Oddur hefur rýnt í þau. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að fólk varðveitti ættfræðigögn og að ekki megi fyrir nokkurn mun henda slíkum gögnum. "Ég hef bjargað miklu af upplýsingum um ættfræði og hvet fólk til að leyfa mér að skoða gögn ef það hefur slík undir höndum. Ég er ráðgjafi þjóðarinnar í ættfræðimálum og í gagnagrunni ORG - ættfræðiþjónustunnar eru skráðir um 670 þúsund einstaklingar og um 400-500 þúsund á eftir að skrá." Oddur sagðist vera að reka stærsta fyrirtæki landsins, þar sem enginn væri rekinn, engir starfslokasamningar og enginn á launum, ekki einu sinni forstjórinn. Oddur sagðist jafnframt ætla að afsanna þá kenningu að enginn væri spámaður í sínu föðurlandi. "Það hefur heldur ekkert bæjarfélag hér á landi alið af sér fullmenntaðan speking nema Akureyri," sagði Oddur spekingur. Hann sagðist jafnframt vonast til Akureyringar og þá ekki síst bankastjórar, útgerðarmenn og forstjórar, fari að styðja betur við bakið á starfsemi sinni. ORG-ættfræðiþjónustan býður einstaklingum upp á ættrakningar gegn vægu gjaldi. Hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfsemina á www.simnet.is/org.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samid-vid-idnadarmenn
Samið við iðnaðarmenn Unnið er að því að ganga frá samningum við iðnaðarmenn vegna innanhússframkvæmda við Menningarhúsið Hof á Akureyri. „Þetta gengur ágætlega, við erum komnir með samninga vegna ákveðinna verkþátta og á öðrum sviðum er þetta á vinnslustigi," segir Magnús Garðarsson, eftirlitsmaður með byggingu hússins. Magnús segir að samið hafi verið við Magnús Gíslason sem mun sjá um múrverk. Þröstur Guðjónsson mun sjá um málningarvinnu, Haraldur Helgason um pípulagnir og Rafmenn um rafmagnsmálin. Varðandi trésmíðavinnuna segir Magnús að henni hafi verið skipt upp og búið sé að semja við Völvustein um gipsveggi. Við erum að skoða hurðamálin en yfir 200 hurðir verða í húsinu, þá erum við að skoða innréttingarnar en það eru komin tilboð í loftin. Þetta er svona að mjakast," sagði Magnús. Hann segir að í þeim samningum sem gerðir hafa verið hafi verið farið nær kostnaðaráætlunum en þeim tilboðum sem bárust á sínum tíma. „Ég held að við getum þokkalega vel við unað því það er ekki hlaupið að því að fá iðnaðarmenn til starfa um þessar mundir," sagði Magnús.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/minkaveidiatak-i-eyjafirdi
Minkaveiðiátak í Eyjafirði Frá því í mars á þessu ári hefur sérstakt minkaveiðiátak verið í gangi í Eyjafirði, á svæði sem nær yfir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Arnarneshrepp, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstað, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp. Umhverfisstofnun hefur umsjón með veiðunum og hafa verið ráðnir veiðimenn til að sinna þeim. Svæðið afmarkast við austan- og vestanverðan Eyjafjörð frá botni og til norðurs að Kaldbaki að austan og að Ólafsfjarðarmúla að vestan, þar með taldir þverdalir, Hörgárdalur, Öxnadalur og Svarfaðardalur. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur umsjón með veiðiátakinu og er tilgangur þess að kanna möguleika á útrýmingu minks á tveim svæðum á landinu, Snæfellsnesi og Eyjafirði, með það í huga að ráðast í landsátak í framhaldinu gefi niðurstaða tilefni til. Samhliða veiðunum eru í gangi rannsóknir sem ætlað er m.a. að meta árangur veiðiátaksins og eru þær unnar af Náttúrustofu Vesturlands í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Talið er að veiðar hafi gengið vel það sem af er árinu og hefur stóraukinn fjöldi gildra verið lagður á svæðinu auk þess sem minkaleit með hundum hefur verið meiri en áður. Þrátt fyrir þessar auknu veiðar eru einhverjir minkar sem hafa komist undan og læður náð að gjóta. Nú í ágúst fara hvolpar sem komist hafa á legg að verða sýnilegir og því mikilvægt að fá upplýsingar um hvar þeir sjást. Því vilja þeir sem að veiðiátakinu standa fara þess á leit við bændur og almenning að þeir láti vita ef sést til minka á ofangreindu svæði. Hægt er að hafa samband við Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar í síma 460 7900 og láta vita af því.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tvaer-innbrotstilraunir-i-nott
Tvær innbrotstilraunir í nótt Tvær tilraunir til innbrota voru gerðar á Akureyri með skömmu millibili í nótt. Á báðum stöðunum fóru þjófavarnakerfi í gang og hröktu þjófinn eða þjófana af vettvangi áður en lögreglan mætti til að handsama þá. Varnarkerfi fór í gang í Lundarskóla um klukkan 5 í nótt og klukkustundu síðar í fyrirtæki við Laufásgötu. Við Lundarskóla eru staðsettar öryggismyndavélar og mun hafa sést á upptöku einnar þeirra til eins manns en ekki náðist að greina hver þar var á ferli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/um-90-storf-skapast-a-akureyri
Um 90 störf skapast á Akureyri Álþynnuverksmiðja mun rísa á Akureyri og taka til starfa á næsta ári. Við þetta skapast um 90 ný störf í bænum. Byggt verður 5000-8000 fermetra húsnæði undir starfsemina en verksmiðjunni hefur verið valinn staður í Krossanesi. Hér er um að ræða heildarfjárfestingu upp á um 10 milljarða króna og ráðgert er að útflutningsverðmæti verksmiðjunnar verði um 7-9 milljarðar króna á ári. Fyrr í dag var undirritaður raforkusamningur milli fyrirtækisins Becromal á Íslandi og Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar álþynnuverksmiðju. Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Becromal um atriði er snerta lóð verksmiðjunnar og staðsetningu á Akureyri. Athöfnin fór fram í Listasafninu á Akureyri að viðstöddum iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, forsvarsmönnum Landsnets, Landsvirkjunar, fjárfestingafélagsins Strokku Energy ehf., fulltrúum Akureyrarbæjar og fleirum. Nánar um málið í Vikudegi á morgun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ha-tilbod-i-vidbyggingu-ha
Há tilboð í viðbyggingu HA Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við Háskólann á Akureyri og voru þau bæði vel yfir kostnaðaráætlun en tilboð voru opnuð í morgun. Um er að ræða 4. áfanga í uppbyggingu húsnæðis HA. Fjölnir ehf. bauð tæpar 743 milljónir króna í verkið eða um 140% af kostnaðaráætlun, sem hljóðar upp á 530 milljónir króna. Ístak hf. bauð um 758,7 milljónir króna eða um 143% af kostnaðaráætlun. Nýbyggingin er 2.300 fermetrar að stærð en í þessum áfanga verða fyrirlestrarsalir og hátíðarsalur auk smærri kennslurýma. Einnig er gert ráð fyrir frágangi á Háskólatorgi og bílastæðum í þessum áfanga. Samkvæmt útboði skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2009.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/utlendingar-a-hradferd
Útlendingar á hraðferð Lögregumenn frá Akureyri fóru í eftirlitsferð í dag og óku í Varmahlíð í Skagafirði. Á leiðinni stöðvuðu þeir þrjár bifreiðar vegna hraðaksturs og í öllum tilfellum var um erlenda ferðamenn að ræða undir stýri. Sá þeirra sem hraðast ók var á 134 km hraða og mátti hann greiða 90 þúsund króna sekt sem honum var gert að greiða á staðnum. Enginn innlendur ökumaður var stöðvaður í þessari ferð og sagði varðstjóri hjá lögreglu að svo virtist sem Íslendingar væru farnir að fara hægar yfir eftir að sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar verulega. Þó var einn tekinn í fyrradag í íbúðahverfi á Akureyri þar sem hámarkshraði er 30 km. Hann ók á 76 km hraða, fékk ökuleyfissviftingu í þrjá mánuði fyrir og 70 þúsund króna sekt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hardur-arekstur-a-akureyri-1
Harður árekstur á Akureyri Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Krossanesbrautar og Óseyrar skömmu eftir kl. 15.00 í dag. Þar skullu saman jepplingur og fólksbifreið, ökumennirnir voru einir í bílum sínum og sluppu ótrúlega vel en fólksbíllinn er mjög illa farinn, ef ekki ónýtur. Flytja þurfti báða bílana af vettvangi með kranabíl.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skatar-senda-fra-ser-yfirlysingu
Skátar senda frá sér yfirlýsingu Stjórn Hamra - Útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna umræðunnar um nýliðna verslunarmannahelgi á Akureyri. Skátar á Akureyri hafa um langt árabil rekið tjaldsvæðin á Akureyri með sérstökum samningi þar að lútandi við Akureyrarbæ með það að markmiði m.a. að samþætta við rekstur á útilífs- og umhverfismiðstöð skáta að Hömrum. Höfum við átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ sem sér stað í uppbyggingunni að Hömrum og eigum við okkur markmið um enn frekari uppbyggingu þar, m.a. með nýju skátaheimili á svæðinu. Um nokkurra ára bil hafa skátar án athugasemda sett aldursviðmið fyrir gistingu á tjaldsvæðunum bæjarins um verslunarmannahelgar enda útfrá því gengið að um fjölskyldutjaldsvæði sé að ræða. Hins vegar var ný staða uppi þegar Akureyrarbær tók ákvörðun um að ekki skyldi boðið upp á sérstök „unglingatjaldsvæði" í tengslum við fjölskylduhátíðina „ein með öllu". Við þær aðstæður var ljóst að mikilvægt væri að við skátar hefðum fullan stuðning við að framfylgja áðurnefndri viðmiðun okkar, sem hefur verið notuð mörg undanfarin ár eins og áður segir. Var því leitað eftir stuðningi bæjaryfirvalda um það og hann fengum við óskoraðan, að því er við töldum. Frá okkar bæjardyrum séð var alveg ljóst að við ættum þess engan kost að taka á móti þeim hópi sem hingað til hefur gist á svonefndum „unglingatjaldsvæðum" og tryggja um leið öryggi, aðbúnað og næði annarra tjaldgesta sem eru að langstærstum hluta fjölskyldufólk, eins og vel mátti sjá um liðna verslunarmannahelgi. Rekstur okkar á tjaldsvæðunum er, eðli málsins samkvæmt, miðaður við ákveðnar forsendur og auðvitað verður hann að standa undir sér eins og annar rekstur. Inni í þessum forsendum er ekki gert ráð fyrir þeim mikla kostaði sem yrði samfara því að reka sérstakt „unglingatjaldsvæði" samhliða og á sama svæði og þau fjölskyldutjaldsvæði sem við erum að reka. Allir sem vilja sjá það vita að ekki er hægt að mæta þörfum þessara tveggja hópa á sama tjaldsvæðinu, þær eru einfaldlega allt of ólíkar til þess að það gangi upp, reynslan bæði hér á Akureyri sem og annars staðar sýnir okkur það. Eftir stendur síðan spurningin um það hvers konar hátíð viljum við halda? Til hvaða markhóps viljum við höfða? Það er ljóst að vilji menn halda „útihátíð" þar sem gert er ráð fyrir dagskrá langt fram á nætur fyrir fjölmenna hópa ungs fólks, þá höfum við ekki bolmagn til þess að taka á móti þeim og sinna þeirra þörfum. Vilji menn halda fjölskylduhátíð þar sem markhópurinn er fjölskyldufólk þá er ljóst að það fer saman við þau markmið sem skátar hafa sett sér við rekstur tjaldsvæðanna á Akureyri. Við spyrjum því hvort ekki sé eðlilegast að þeir rekstraraðilar hér í bæ sem vilja halda „útihátíð" með áður nefndum formerkjum verði þá ekki einnig að taka ábyrgðina á því að sinna gistiþörfum þessa hóps?
https://www.vikubladid.is/is/frettir/yfirlysing-baejarstjorans
Yfirlýsing bæjarstjórans Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að heimila ekki fólki á aldrinum 18-23 ára aðgang að tjaldsvæðum bæjarins um verslunarmannahelgina. Sigrún kemur víða við í yfirlýsingu sinni og kemst að þeirri niðurstöðu að Akureyringar eigi að slíðra sverðin og ná samkomulagi um hvernig staðið verði að fjölskylduhátíðum í bænum á næstu árum. Yfirlýsingin fer hér á eftir: „Akureyri státar sig af því að vera fjölskylduvænn bær. Bæjaryfirvöld hafa á síðustu árum lagt sig fram um að bjóða fjölskyldufólki góðar aðstæður og leitast við að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags. Undanfarnar verslunarmannahelgar hefur fallið skuggi á þessa viðleitni vegna þess að fjölskylduskemmtanir sem skipulagðar hafa verið í bænum hafa farið úr böndunum. Sú þróun hefur valdið bæjarbúum og bæjaryfirvöldum miklum áhyggjum og ljóst var að bregðast varð við með markvissum hætti. Eftir miklar umræður um hvaða leiðir væru færar til að tryggja að skipulögð fjölskylduhátíð breyttist ekki í hamslausa útihátíð greip bæjarstjóri til þess ráðs að takmarka aðgang unglinga að tjaldsvæðum bæjarins um þessa verslunarmannahelgi. Ákvörðunin var tekin af illri nauðsyn en því miður var þetta eina færa leiðin til að koma böndum á ástandið sem ríkt hefur í bænum um verslunarmannahelgar undanfarin ár. Þessi ákvörðun var tekin og ég stend við hana. Þessar ráðstafanir báru greinilegan árangur og hefur fjöldi bæjarbúa haft samband við bæjaryfirvöld og lýst ánægju sinni með hvernig til tókst. Allt annar bragur var á tjaldsvæðum bæjarins og samkvæmt upplýsingum lögreglu var mun rólegra í bænum en undanfarnar verslunarmannahelgar. Í fyrsta sinn í langan tíma var um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa haldið því fram að þessar aðgerðir séu ástæðan fyrir því að helmingi færri sóttu bæinn heim um þessa helgi en í fyrra, eða um 6000 manns. Í því sambandi ber að geta þess að veðurspá fyrir landið þessa helgi var verst fyrir Norðurland og ekki er vafi á að slæmt veður hafði mikil áhrif á aðsóknina að hátíðinni. Þetta kom einnig skýrt fram í dræmri aðsókn að Síldarævintýrinu á Siglufirði. Í frétti frá Speli segir ennfremur: “Umferðin um Hvalfjarðargöng var um 4% minni um nýliðna verslunarmannahelgi en um sömu helgi í fyrra. Núna fóru 37.400 bílar um göngin frá fimmtudegi til mánudags en 39.000 á sama tíma í fyrra, sem er fækkun um 1.600 bíla.” Það er því ljóst að mun fleiri þættir en aldurstakmark á tjaldsvæðum ollu minni aðsókn að hátíðinni í ár en í fyrra. Mikið hefur verið rætt um þessar ráðstafanir meðal bæjarbúa og annars staðar undanfarna daga. Nú þurfa Akureyringar hins vegar að slíðra sverðin og nota næsta árið til að ákveða hvernig standa beri að fjölskylduhátíðum í bænum til framtíðar." Akureyri 9. ágúst 2007 Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/uppskera-og-handverk-a-hrafnagili
Uppskera og Handverk á Hrafnagili Hátíðin Uppskera og Handverk 2007 verður sett á morgun, föstudaginn 10. ágúst, kl. 10 að morgni við Hrafnagilsskóla. Þessi 15 ára gamla hátíð gengur nú í gegnum breytingaskeið og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Breyttur opnunartími hátíðar, þar sem menn taka daginn snemma. Korn er þema hátíðar og verður ýmislegt korntengt til sýnis. Mótorhjól í fullri stærð skorið í tré verður til sýnis. Það er Kristján Möller samgönguráðherra sem flytur setningarávarp. Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir : Föstudagur 10. ágúst opið kl. 10-19. 10:00 Setning hátíðarinnar: Per Landrö, menningarfulltrúi norska sendiráðsins, flytur ávarp. Valgerður Bjarnadóttir fjallar um Korngyðjuna. Kristján Möller samgönguráðherra flytur setningarávarp. Aurora Borealis - Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari. 15:00 Dimmuborgajólasveinarnir. 17:00 Tískusýning. Laugardagur 11.ágúst opið 10-19. 14:00 Fyrirlestur: Valgerður Bjarnadóttir, "Gjafir og grátur Gyðjunnar - goðsagnir um kornið og ástina". 15:00 Fyrirlestur: Bine Melby, "Menningarsöguleg búfjárkyn í Noregi - varðveisla og nýting afurða". 17:00 Tískusýning. 21:30 Tónleikar með "Ljótu hálfvitunum" - haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Miðaverð 1.000. Sunnudagur 12.ágúst opið 10-19. 15:00 Dimmuborgajólasveinarnir. 17:00 Tískusýning. Aðrir helstu viðburðir á hátíðinni utan dagskrár : Gallerí Víðátta 601 mun halda myndlistarsýningu undir berum himni, Grálistarhópurinn sýnir. Hópur Norðmanna kemur og kynnir mat og handverk úr héraði. Landssamband kornbænda og Búgarður kynna kornrækt á Íslandi. Vélaumboð verða á staðnum með kynningar á vélum sínum. Félag landnámshænsna stendur fyrir keppni um fallegasta hana og hænu hátíðarinnar. Verksvæði handverksmanna - yfir 20 manns sýna verkvinnu á stóru svæði. Handverksmaður ársins 2007 verður valinn á sýningunni. Námskeið verða haldin í tengslum við hátíðina, eldsmíði, leðursaumur, hálmfléttingar, þæfing.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekkert-aest-i-naustahverfi
Ekkert æst í Naustahverfi Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, segist hafa heyrt á fólki í stjórn UFA að það sé ekkert æst í að frjálsíþróttaaðstaða verði byggð upp í Naustahverfi. Hann sagði að þegar það hafi legið fyrir að Akureyrarvöllur yrði lagður af hafi menn talið best að fara í samstarf við Þór vegna samlegðaráhrifa í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Eins og fram hefur komið gaf Ólafur Jónsson, formaður íþróttráðs, það út fyrir nokkru að uppi væru hugmyndir að byggja nýjan frjálsíþróttavöll í Naustahverfi. Þetta gerði hann í kjölfar þess að aðalfundur Þórs hinn 13. júlí sl. felldi samning sem gerður var 20. júní sl. um uppbyggingu á svæði Þórs. „Boginn er auðvitað á félagssvæði Þórs og við erum þar með vetraraðstöðu okkar. Þetta virkaði þannig á okkur að þar ætti að fara að byggja upp svæði sem var talið heppilegur kostur fyrir okkur að tengjast. Þótti sýnt að þessari uppbyggingu fylgdu ýmsir kostir fyrir okkur. Í upphafi voru skiptar skoðanir um þetta innan UFA. Eftir að ákveðið var endanlega að leggja af Akureyrarvöll, sögðum við á fundi með forráðamönnum Akureyrarbæjar að við sættum okkur ágætlega við þessa hugsanlegu uppbyggingu á Þórssvæðinu. Við töldum það langbesta kostinn fyrir okkur ef sátt væri um það." Guðmundur sagðist hafa heyrt af því í fréttum að félagsfundur Þórs hafi fellt samning um uppbyggingu á svæði félagsins og nú væru uppi hugmyndir um uppbyggingu frjálsíþróttasvæðis í Naustahverfi. „Ég verð nú að segja eins og er að mér finnst hafa verið gengið framhjá Ungmennafélaginu með þá ráðstöfun. Maður heyrði þetta bara í fréttum, en vissulega eigum við fulltrúa í landsmótsnefnd sem er okkar tengiliður í þessu. Það má vel vera að það hafi verið talið nóg að hann flytti þessi boð á milli, sem hann og gerði. En ég lít samt svo á að þessi völlur eigi að vera byggður upp til framtíðar en ekki bara fyrir Landsmótið, þannig að ég hefði talið eðlilegt að okkur hefði að minnsta kosti verið tilkynnt að nú væri búið að fella úr gildi samning sem gerður hafði verið 20. júní. Ekki væri alveg ljóst með framvindu mála og þess vegna hefði þessi hugmynd um uppbyggingu í Naustahverfi komið upp og við því spurðir að því hvernig okkur litist á þessar hugmyndir. Það getur hins vegar vel verið að það standi enn til að kynna þetta fyrir okkur. Ég hef hins vegar heyrt að annar félagsfundur Þórs hafi samþykkt það að veita stjórn félagsins fullt umboð til samninga um uppbyggingu á svæði félagsins og því hafi stjórnarmenn Þórs nú farið aftur á stúfana og vilji viðræður við bæjaryfirvöld." Guðmundur sagði að tíminn væri að hlaupa frá mönnum í þessu máli en tók samt fram að UFA myndi ekki troða sér fram í umræðunni. „Við höfum ekki haft okkur í frammi í þessu máli og því má ekki gleyma að bæði Þór og KA eiga sín svæði en við erum háðir bæjarkerfinu alveg með okkar aðstöðu. Því má segja að við höfum ekki átt heimtingu á neinu svæði, auk þess sem við erum mun minna félag en Þór og KA. En mér finnst samt að við mættum alveg fá meiri upplýsingar um gang mála. Við metum mikils ef Íþróttafélagið Þór vill halda áfram þessari uppbyggingu á svæði félagsins með okkur innanborðs og með þeim kröfum sem við gerum um uppbyggingu fullkomins frjálsíþróttavallar. En jafnframt viljum við ekki vera troða okkur inn ef fólk vill ekki fá okkur. Þess vegna höfum við haldið að okkur höndum í þessu máli og vonast til þess að það greiðist úr þessu." Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs hafði samband við Vikudag eftir að þessi frétt fór í loftið og sagði að forsvarsmenn UFA hafi verið upplýstir óformlega um stöðu mála. Einnig hafi verið unnið að því að koma á fundi með félaginu og íþróttaráði en það hafi ekki tekist enn, m.a. vegna þess að menn væru í sumarleyfi. Ólafur sagði stefnt að því að koma á fundi sem allra fyrst.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorka-tapadi-gegn-breidablik
Þór/KA tapaði gegn Breiðablik Þór/KA gengur ekki vel að ná í stig í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, í gærkvöldi töpuðu þær gegn Breiðabliki í Kópavogi 0-2, úrslit sem verða að teljast sanngjörn. Blikastelpur hófu leikinn vel og voru komnar yfir eftir um 7 mínútna leik, þar var að verki landsliðsmaðurinn Gréta Mjöll Samúelsdóttir. Hún tók laglega við boltanum utan teigs vinstra megin, lék á einn varnarmann og setti boltann í markið. Vel að verki staðið hjá henni. Breiðablik voru áfram sterkari það sem eftir var hálfleiks og fengu þær töluverðan fjölda af hálffærum og fyrirgjöfum sem vörn Þórs/KA náði þó ávallt að hreinsa, enda áttu þær fínasta leik. Það sem helst mátti finna að leik Þórs/KA stelpna var að þær sýndu gestunum full mikla virðingu og virðist einnig sem sjálstraustið sé eitthvað farið að dvína enda langt síðan stig sáust síðast á Akureyri. Í síðari hálfleik efldust Þórs/KA stelpur hins vegar til muna og ætluðu greinilega að selja sig dýrt til að næla í stig. Smám saman unnu þær sig inn í leikinn með mikilli baráttu og fengu svo dauðafæri til að jafna þegar Rakel Hönnudóttir komst ein í gegn en Petra Lind Sigurðardóttir í marki Breiðabliks varði. Þess má reyndar geta að Petra Lind spilaði einmitt með Þór/KA í fyrra. Ekki löngu síðar gerði Laufey Björnsdóttir, sem eitt sinn spilaði með Þór/KA, svo út um leikinn þegar hún fylgdi eftir stangarskoti og renndi boltanum yfir línuna. Níunda tap Þórs/KA í 10 leikjum því staðreynd. Einu stig liðsins komu í 3-2 sigurleik gegn Fylki í júní. Þó hefur frammistaða liðsins verið ágæt á köflum og má telja marga leiki þar sem hreinlega grátlegt er að þær hafi ekki nælt í stig. Nægir þar að nefna síðasta leik gegn Keflavík sem tapaðist á lokasekúndum, sem og fyrri leikinn gegn Breiðablik sem tapaðist mjög ósanngjarnt 3-2. Liðið á þó mikilvæga heimaleiki eftir gegn ÍR og Fjölni, auk þess sem þær eiga eftir að leika við Fylki á útivelli, sigrar í þessum leikjum færu eflaust langt með að tryggja áframhaldandi veru í Landsbankadeildinni. Næsti leikur er einmitt á heimavelli gegn Fjölni og þá er algjörlega nauðsynlegt að þrjú stig komi í hús.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarstjornin-segi-af-ser
Bæjarstjórnin segi af sér „Bæjarstjórn Akureyrar hefur hagað sér þannig að hún á að segja af sér. Vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda um að banna ákveðnum hópi fólks að tjalda á Akureyri um verslunarmannahelgina sitja veitingamenn á Akureyri uppi með tuga milljóna króna tjón og bæjarstjórnin sem sveik loforð um framkvæmd á tjaldsvæðunum um þessa helgi á að sjá sóma sinn og axla ábyrgð í málinu," segir Birgir Torfason veitingamaður á Akureyri sem hefur hrint í framkvæmd undirskriftasöfnun á Akureyri um að bæjarstjórnin segi af sér. Birgir rekur veitingastaðina Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna. Hann segir að matvæli sem veitingamenn höfðu pantað frá birgjum fyrir verslunarmannahelgina séu farin að skemmast og sjálfur segist hann byrjaður að henda matvöru sem hafi verið orðin ónýt. Bæjaryfirvöld hafi unnið þetta tjaldsvæðmál eins og hálfvitar og látið skátana leiða sig í ógöngur og bæjarstjórnarmeirihlutinn þurfi „spark í afturendann" eins og hann orðaði það. Birgir segir að undirskriftalistar muni liggja frammi víða í bænum á næstu dögum vegna málsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hullumhae-i-eyjafirdi
Húllumhæ í Eyjafirði Gestkvæmt verður á Eyjafjarðarsvæðinu í vikunni og ber hæst stóra viðburði á svæðinu, s.s. Fiskidaginn mikla á Dalvík og Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit. Ekki er óvarlegt að ætla að gesti á svæðinu megi telja í tugum þúsunda. Í ljósi þessa hafa aðilar á Eyjafjarðarsvæðinu og forsvarsmenn þessara hátíða tekið höndum saman um að skipuleggja viðburðadagskrá á svæðinu og kynna hana undir heitinu "Húllumhæ - viðburðavika í Eyjafirði". Markmiðið er að kynna á skipulegan hátt fyrir gestum á svæðinu það sem er í boði í afþreyingu og skemmtun hvers konar. Húllumhæ - viðburðavika í Eyjafirði stendur dagana 8. til 15. ágúst. Þátttakendur eru rösklega 20 og á 10 af þessum stöðum geta gestir fengið stimpil sem kvittun fyrir komu. Með því að safna fimm stimplum geta gestir tekið þátt í léttum leik þar sem góðir vinningar verða í boði. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera á svæðinu þessa daga. Auk hátíðanna á Dalvík og í Eyjafjarðarsveit verða golfmót á nokkrum völlum á Eyjafjarðarsvæðinu, tveir húsdýragarðar opnir, sögusigling frá Akureyri, knattspyrnumót stúlkna á Siglufirði, handverkshús opið í Eyjafjarðarsveit, jólaís kynntur í Eyjafjarðarsveit, söfn opin og þannig mætti áfram telja. Eins og áður segir er Húllumhæ - viðburðavika 2007 samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Eyjafjarðarsvæðinu og naut verkefnið stuðnings Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðis.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nytt-baejarskilti-sett-upp
Nýtt bæjarskilti sett upp Nýtt bæjarskilti með leiðarvísum fyrir Akureyrarbæ var sett upp fyrir helgina og hefur væntanlega komið sér vel fyrir gesti helgarinnar sem og aðra sem leið eiga um bæinn. Á áætlun var að setja þetta bæjarkort upp fyrr en ákveðið að bíða eftir fullkomnara og betur uppfærðu korti en miklar framkvæmdir hafa gert það að verkum að götum og jafnvel hverfum í bænum hefur fjölgað nánast vikulega. Hér er kortið komið uppfært til dagsins í dag með nákvæmum leiðarvísum. Einnig greinargóðum upplýsingum og símanúmerum flestra stofnana og fyrirtækja í Akureyrarbæ. Upplýsingaskiltin eru nánast það fyrsta sem ferðafólk kemur að hér og eru í senn andlit bæjarins, leiðarvísir og leiðarljós, bæði fyrir bæjarbúa, gesti og ferðafólk allan ársins hring. Grafísk vinna var gerð hjá Nýprent á Sauðárkróki en Ásprent-Stíll sá um prentun og upplímingu. Alþjóðlegt Framtak ÍS sér um framkvæmd endurnýjana og uppfærslu skiltisins í samstarfi við Akureyrarbæ.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/godur-arangur-ufa-a-unglingalandsmoti-umfi
Góður árangur UFA á Unglingalandsmóti UMFÍ Um helgina var haldið Unglingalandsmót UMFÍ í 10. sinn og heppnaðist það frábærlega. Í raun var þarna um að ræða aðra stærstu útihátíð landsins, því að þarna mættu hvorki meira né minna en 6000 manns, þ.e. keppendur og fjölskyldur þeirra. Akureyringar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa þarna í frjálsum íþróttum, sem og væntanlega flestum öðrum íþróttum sem keppt er í á svona landsmóti. Keppendum frá UFA gekk mjög vel á mótinu og nældu í nokkur gull. Hér að neðan er árangur þeirra birtur þó svo að vissulega hafi aðalatriðið þessa helgi verið að taka þátt í heilbrigðri skemmtun með fjölskyldu og vinum. Fengið af heimasíðu UFA: Föstudagur: Ásgerður Jana varð 3. í spjóti í flokki 11 ára stelpna. Bjarki Kjartansson státar af 1. sæti í langstökki 12 ára stráka. Hjalti Björnsson varð 2. í spjótkasti 13 ára stráka. Heiðrún Dís náði 3. sæti í spjótkasti 14 ára stelpna. Snorri Björn varð einnig 3. í kúluvarpi í flokki 14 ára stráka. Þorsteinn Helgi hampaði 1. sætinu í kúluvarpi í flokki 17-18 ára stráka. Laugardagur: Bjarki Kjartansson vann 1. sætið í hástökki 12 ára stráka. Snorri Björn varð 1. í 800 m hlaupi 14 ára stráka. Þorsteinn Helgi vann 1. sætið bæði í hástökki og spjótkasti í flokki 17-18 ára stráka. Sunnudagur: Ásgerður Jana varð 1. í hástökki og 3. í langstökki í flokki 11 ára stelpna. Bjarki Kjartansson náði 3. sæti í 60 m hlaupi 12 ára stráka. Elise Marie varð 2. í hástökki 13 ára stelpna. Agnes Eva varð 3. í langstökki 14 ára stelpna. Snorri Björn vann 1. sætið í 100 m hlaupi og 3. sætið spjótkasti 14 ára stráka. Kristján Ingi varð 2. í langstökki 17-18 ára stráka. Boðhlaupsveit 14 ára strákanna okkar náði silfrinu í 4x100 m, en í henni voru Snorri, Sindri, Örn Dúi og Hjalti. Boðhlaupssveit sem Elvar Örn og Kristján voru hluti af, vann flokk 17-18 ára stráka.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bilbeltin-bjorgudu
Bílbeltin björguðu Umferðarslys varð í Hörgárdal á sjötta tímanum í morgun er fólksbifreið á leið vestur fór út af veginum og valt. Í henni voru fimm ungmenni og slasaðist ökumaður talsvert og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Aðrir sluppu með skrámur. Bifreiðin skemmdist mikið og lagðist þak hennar að mestu saman og allar rúður brotnuðu. Allir í bifreiðinni voru í bílbelti og hefur það eflaust bjargað því að ekki fór verr. Að öðru leyti gekk umferðin óhappalaust fyrir sig en fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Góð stemmning var í miðbænum á hátíðarhöldum Einnar með öllu þrátt fyrir hryssingslegt veður og skemmtu allir sér vel. Skemmtanir á öldurhúsum gengu vel og flestir sáttir og fátt um ýfingar. Unglingadansleikur í KA heimilinu gekk vel fyrir sig og unglingum til fyrirmyndar. - Mikil áhersla hefur verið lögð á eftirlit með fíkniefnum og komu sex slík mál upp þar sem menn voru teknir með lítilsháttar neysluskammta á sér.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/med-100-skammta-af-lsd
Með 100 skammta af LSD Eitthundrað skammtar af LSD fundust við leit á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð í Skagafirði seint í gærkvöld. Farþeginn var á leið til Akureyrar og má ætla að efnið hafi átt að vera til sölu þar. Lögreglan á Akureyri hefur verið með sérstakt fíkniefnaeftirlit um helgina þar sem þrír lögreglumenn með fíkniefnahund hafa verið á ferðinni. Samstarf þeirra við lögregluna á Sauðárkróki leiddi til þess að ákveðið var að leita á farþegum í fólksflutningabíl og merkti hundurinn við einn farþegann sem reyndist vera með lítilræði af ætluðu kókaíni og amfetamíni og umrædda hundrað skammta af ætluðu LSD falið í öðrum skó sínum. Mun lögreglan á Sauðárkróki annast framhald málsins sem telst upplýst.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gott-astand-a-akureyri
Gott ástand á Akureyri Vel hefur gengið á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri það sem af er og engin sérstök mál komið upp. Fjöldi fólks var á dagskrá hátíðarinnar í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og fóru hátíðarhöldin vel fram. Veitingahús og skemmtistaðir voru vel sóttir. Nokkur ölvun var en gestir fóru þó fljótlega heim eftir að dansleikjum lauk og engin vandamál sköpuðust í miðbænum. Gott ástand var á tjaldstæðunum og svefnfriður með betra móti. Umferðin var slysalaus en fjórtán voru teknir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ætlaðan ölvunarakstur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/konur-ekki-medal-theirra-tekjuhaestu
Konur ekki meðal þeirra tekjuhæstu Engin kona er á listanum yfir þá 10 sem greiða hæstu gjöldin á Norðurlandi eystra og það sama er uppi á tengingnum þegar horft er einungis á þá sem greiða mest á Akureyri, engin kona kemst á þann lista. Reyndar er það svo að þegar horft er á lista yfir 155 tekjuhæstu einstaklinga á Akureyri að einungis 6 konur komast þar inn. Sú sem kemst hæst á listanum er Andrea Elísabet Andrésdóttir læknir en hún er í 27. sæti yfir þá tekjuhæstu í bænum. Í Vikudegi sem kom út í gær er birtur listi yfir þá 155 Akureyringa sem greiða yfir 1,2 milljónir króna í útsvar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bryndis-run-og-sindri-thor-settu-akureyrarmet
Bryndís Rún og Sindri Þór settu Akureyrarmet Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, sundmenn úr Sundfélaginu Óðni, kepptu fyrir hönd Íslands á Ólympíuhátíð æskunnar sem fram fór í Belgrad í Serbíu fyrir stuttu. Valið var í liðið eftir árangri og voru þau Bryndís Rún og Sindri Þór með bestu tímana í sínum aldursflokkum á landinu. Sindri keppir í aldursflokki stráka fæddra 1991-1992 en Bryndís í flokki stúlkna fæddra 1993-1994. Árangur þeirra á leikunum var góður og bæði settu þau Akureyrarmet, Bryndís í 50 m skriðsundi telpna og Sindri í 100 m flugsundi drengja. Einnig keppti Bryndís í 100 og 200 m bringusundi og Sindri í 200 m flugsundi. Í þeirri grein náði hann besta árangri íslenska sundfólksins á mótinu er hann tryggði sér sæti í B-úrslitum og endaði í 13. sæti. Bæði Bryndís og Sindri voru einnig í boðsundssveitum Íslands.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/petur-heidar-til-keflavikur
Pétur Heiðar til Keflavíkur Pétur Heiðar Kristjánsson hefur verið seldur frá Þór til úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Hann er 25 ára sóknar- og miðjumaður sem uppalinn er hjá Þór og hefur leikið með félaginu stærstan hluta síns ferils. Pétur er afar teknískur og útsjónarsamur knattspyrnumaður sem hefur átt góða spretti með Þórsurum það sem af er sumars og hafði áður en hann var seldur tekið þátt í öllum leikjum liðsins. Ljóst er að þetta er talsverð blóðtaka fyrir Þór en þar á bæ vildu menn ekki standa í vegi fyrir tækifæri Péturs til að spila í efstu deild. Hjá Keflavík hittir Pétur fyrir kunnuleg andlit því að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, þjálfaði Þór á árunum 1999-2002 og með liðinu leika Hallgrímur Jónasson og Baldur Sigurðsson sem báðir hafa leikið með Þór.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gridarlega-osanngjarnt-tap-hja-thorka
Gríðarlega ósanngjarnt tap hjá Þór/KA Sameiginlegt kvennalið Þórs/KA mætti í gærkvöld Keflavík í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Keflvíkingar höfðu mjög ósanngjarnan 2-1 sigur með sigurmarki á lokasekúndum leiksins. Þórs/KA stelpur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en áttu í vandræðum með að skapa sér opin færi, nóg var hins vegar af hálffærum. Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rakel Óla Sigmundsdóttir og Rakel Hönnudóttir áttu ágætis tækifæri áður en Ivana Ivanovic skoraði stórglæsilegt mark með skoti utarlega úr teignum. Seinni hálfleikur var nánast eins, Þór/KA með tögl og hagldir í leiknum og mun hættulegri upp við mark andstæðinganna. Eitthvað stress virðist þó vera að koma í veg fyrir að þær nýti færin betur en raun ber vitni því að þegar í færin kom vantaði alla yfirvegun. Margar góðar sóknir fóru forgörðum með skotum sem ýmist fóru framhjá markinu eða beint á markvörð Keflavíkur. Hinum megin á vellinum voru Keflvíkingar hins vegar lítið hættulegir og þess vegna kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þær skoruðu mark upp úr nánast engu. Þær tóku þá stutt horn og sendu fastan bolta utan af kanti sem endaði efst í markhorninu hjá Þór/KA. Stuttu síðar fengu þær svo aukaspyrnu af um 35 metra færi sem einhvern veginn lak í markið. Þegar síðara markið kom var ekki meira eftir af leiknum en svo að Þór/KA tók miðju og dómarinn flautaði af. Gríðarlega svekkjandi tap hjá Þór/KA staðreynd og voru þær í senn klaufar og óheppnar að hafa ekki klárað þennan leik. Ivana Ivanovic var langbesti maður Þórs/KA í leiknum og er hún leikmaður sem nauðsynlegt er að halda í á næstu árum fyrir þetta unga lið því hún kemur með yfirvegun og leikskilning inn í það.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekkert-gengur-hja-thor-i-fotboltanum
Ekkert gengur hjá Þór í fótboltanum Þórsarar tóku á móti Reyni frá Sandgerði á þriðjudagskvöldið og lyktaði leiknum með jafntefli 1-1, nokkuð sem Þórsarar hljóta að teljast mjög ósáttir við enda Reynisliðið slakt fótboltalið sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Heimamenn í Þór hófu leikinn af krafti og áttu m.a. gott færi fljótlega þegar Einar Sigþórsson skallaði boltann í stöng Reynismanna og þaðan fór boltinn útaf. Einnig átti Hlynur Birgisson gott vinstrifótarskot sem sveif rétt framhjá markinu. Leikurinn var nokkuð harður, enda völlurinn blautur og bauð upp á miklar rennitæklingar og mistök. Kristján Sigurólason var tæklaður gróflega eftir um hálftímaleik og fékk leikmaður Reynis aðeins gula spjaldið fyrir tæklinguna. Rétt fyrir hálfleik hins vegar tæklaði þessi sami leikmaður svo Hlyn Birgisson og fékk hann því aðra áminningu og rautt spjald hjá Marinó Þorsteinssyni, dómara leiksins. Þórsarar voru því einum fleiri allan seinni hálfleik og áttu flestir því von á markaveislu um leið og varnarmúr Reynismanna yrði brotinn niður. Varnarmúrinn brotnaði þegar rúmlega hálftími var til leiksloka, Ármann Pétur Ævarsson skoraði þá gott mark eftir að hafa fengið boltann einn og óvaldaður inni í teig frá Einari Sigþórssyni. Hins vegar gerðist ekki það sem flestir áttu von á, Reynismenn jöfnuðu stuttu síðar eftir klafs í vítateig Þórsara og var það eiginlega þeirra eina umtalsverða sókn í seinni hálfleik. Síðasta hálfltímann sóttu Þórsarar svo án afláts og komust oft nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki. Einar Sigþórsson átti skot í slá og markvörður Reynis varði á ótrúlegan hátt skot frá Hreini Hringssyni innan teigs. Niðurstaðan úr leiknum því jafntefli 1-1 sem hljóta eins og áður sagði að vera gríðarleg vonbrigði fyrir Þórsara. Þeirra besti maður í leiknum var Einar Sigþórsson, hann var sífellt ógnandi með áræðni sinni innan teigs og hlýtur að teljast óheppinn að hafa ekki skorað þar sem hann skaut tvisvar í tréverkið. Þórsarar hafa nú ekki unnið deildarleik í 10 leikjum í röð, eða síðan þeir unnu Njarðvík 2-1 á Akureyrarvellinum 1. júní sl. Næsti leikur er einmitt gegn Njarðvík á útivelli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leikmenn-ad-koma-og-fara-hja-thor-og-ka
Leikmenn að koma og fara hjá Þór og KA Nokkrar hræringar hafa orðið í leikmannamálum Þórs og KA í knattspyrnunni að undanförnu enda var félagaskiptamarkaðnum lokað í gærkvöldi. Þórsarar fengu til sín Atla Jens Albertsson frá Vinum Nunna fyrir skömmu og lék hann sinn fyrsta leik með liðinu í 2-1 tapleik á Ólafsvík um helgina. Atli Jens meiddist í leiknum og óvíst hversu lengi hann verður frá. Þá seldu Þórsarar einn sinn besta leikmann, Pétur Heiðar Kristjánsson, til úrvalsdeildarliðs Keflavíkur og lék hann með Keflavík gegn FH á laugardaginn sl. Nánar er sagt frá sölu Péturs Heiðar í Vikudegi á morgun. KA-menn hafa heldur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum. Þeir fengu til sín þrjá leikmenn frá tengslafélagi sínu Hömrunum. Um er að ræða Hjörvar Maronsson og hina þaulreyndu Steingrím Eiðsson og Örlyg Helgason. Ljóst er að þrír leikmenn munu yfirgefa KA í byrjun ágúst, þeir Sveinn Elías Jónsson, Þórður Arnar Þórðarson og Baldvin Ólafsson halda þá til Bandaríkjanna í nám.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorsarar-gerdu-slaemt-1-1-jafntefli-vid-reyni-s
Þórsarar gerðu slæmt 1-1 jafntefli við Reyni S Þórsarar tóku á móti Reyni frá Sandgerði á þriðjudagskvöldið og lyktaði leiknum með jafntefli 1-1. Heimamenn í Þór hófu leikinn af krafti og áttu m.a. gott færi fljótlega þegar Einar Sigþórsson skallaði boltann í stöng Reynismanna og þaðan fór boltinn útaf. Einnig átti Hlynur Birgisson gott vinstrifótarskot sem sveif rétt framhjá markinu. Leikmaður Reynis fékk síðan að líta aðra áminningu og því rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir brot á Hlyni Birgissyni. Varnarmúr Reynis brotnaði þegar rúmlega hálftími var til leiksloka, Ármann Pétur Ævarsson skoraði þá gott mark eftir að hafa fengið boltann einn og óvaldaður inni í teig frá Einari Sigþórssyni. Hins vegar gerðist ekki það sem flestir áttu von á, Reynismenn jöfnuðu stuttu síðar eftir klafs í vítateig Þórsara og var það eiginlega þeirra eina umtalsverða sókn í seinni hálfleik. Þórsarar hafa nú ekki unnið deildarleik í 10 leikjum í röð, eða síðan þeir unnu Njarðvík 2-1 á Akureyrarvellinum 1. júní sl. Næsti leikur er einmitt gegn Njarðvík á útivelli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjolskyldufolk-i-forgangi
Fjölskyldufólk í forgangi Um komandi verslunarmannahelgi verður fjölskyldufólk á öllum aldri í forgangi á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar við Þórunnarstræti og á Hömrum. Viðmið verða þó sett um aðgang einstaklinga á aldrinum 18-23 ára og geta þeir að öllu jöfnu ekki búist við að fá inni á tjaldsvæðunum þessa helgi. Rekstraraðilar tjaldsvæðanna hafa fullan stuðning bæjaryfirvalda til að vinna eftir þessari viðmiðunarreglu um aldursmörk að fenginni reynslu undanfarinna ára. Í kynningarbæklingi hátíðarinnar er texti um 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum sem auðvelt er að misskilja í þessu samhengi. Auðvitað fær enginn yngri en 18 ára aðgang að tjaldsvæðunum nema í fylgd með fullorðnum eins og þar stendur en því til viðbótar eru ofangreind viðmið sett fyrir aldurshópinn 18-23 ára að fenginni reynslu. Mun lögreglan verða rekstraraðilum tjaldsvæðanna til aðstoðar í þessum efnum ef þörf krefur. Það er því vissara að tryggja sér gistingu áður en lagt er í hann. Síðustu verslunarmannahelgar hefur verið gerð tilraun til að hafa sérstök tjaldsvæði fyrir ungt fólk á svæði Þórs við Hamar en í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að bjóða ekki upp á sérstök tjaldsvæði fyrir þennan aldurshóp að þessu sinni. Mun lögregla hafa góðar gætur á opnum svæðum í bænum og vísa á brott þeim sem hugsanlega tjalda þar í óleyfi. Dagskrá hátíðarinnar er miðuð við fjölskyldufólk og því er eðlilegt að það hafi allan forgang á tjaldsvæðum og tryggt verði að þar sé hægt að dvelja í friði og spekt. Að sjálfsögðu er ungt fólk einnig boðið velkomið á hátíðina, hvort heldur sem er um að ræða ungt fjölskyldufólk, unglinga í fylgd með forráðamönnum eða unga Akureyringa. Þessi hópur mun finna margt við sitt hæfi í dagskrá helgarinnar, auk þess sem efnt verður til áfengislausra dansleikja eins og í fyrra. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa fulla trú á að hægt sé að halda sannkallaða fjölskyldu-hátíð þessa helgi í bænum og vonast til að sem flestar fjölskyldur komi og njóti alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða, góða veðursins og þeirrar fjölbreyttu fjölskyldudagskrár sem skipulögð hefur verið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/arngrimur-greidir-mest
Arngrímur greiðir mest Arngrímur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Flugfélagsins Atlanta, er hæsti greiðandi opinberra gjalda á Norðurlandi eystra samkvæmt skattskrá sem lögð var fram í morgun. Arngrímur greiðir 118,4 milljónir króna. Í næsta sæti kemur Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík, sem greiðir 44,4 milljónir króna og í þriðja sæti er Oddgeir Ísaksson, útgerðarmaður á Grenivík, með 28,6 milljónir króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/adalstjorn-thors-faer-oskorad-umbod-til-samninga-vid-akureyrarbae
Aðalstjórn Þórs fær óskorað umboð til samninga við Akureyrarbæ Nú rétt í þessu var að ljúka almennum félagsfundi í Íþróttafélaginu Þór. Rétt rúmlega 100 manns sóttu fundinn og voru umræður fjörugar. Í lok fundarins var samþykkt ályktun þess efnis að aðalstjórn félagsins fær óskorað umboð til að ganga til samninga við Akureyrarbæ um uppbyggingu á félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs. Sigfús Helgason, formaður Þórs, mun þó ekki leiða félagið í viðræðum við Akureyrarbæ, þetta tilkynnti hann í lok fundar. Ástæðuna sagði Sigfús vera að stór orð hefðu fallið um persónu hans á lokuðum fundum hjá stjórnarmönnum bæjarins. Sigfús sagði að við slíkar aðstæður væri ekki hægt að vinna og fól hann því varaformanninum, Árna Óðinssyni, að leiða félagið í viðræðum við Akureyrarbæ. Fram kom í máli Sigfúsar að á fundi Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra og Ólafs Jónssonar, formanns Íþróttaráðs Akureyrar, með fulltrúum Ungmennafélags Akureyrar og fulltrúa frá UMFÍ í dag hafi það verið ákveðið að uppbygging frjálsíþróttasvæðis fyrir Landsmótið árið 2009 verði í Naustahverfi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lengingunni-flytt
Lengingunni flýtt Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið haustið 2008. Um er að ræða 500 metra lengingu. Þetta þýðir að verkinu er flýtt um eitt ár og er aðgerðin ein af svokölluðum „mótvægisaðgerðum" vegna skerðingar þorskkvótans. Flugbrautin er nú tæplega 2000 metra löng en lengist sem fyrr sagði um 500 metra. Þá verða gerð öryggissvæði meðfram brautinni og við enda hennar. Eitt enn, og það sem skiptir ekki hvað síst máli, er að kaupa á og setja niður við völlinn fullkomnustu flugleiðsögutæki sem völ er á og mun það auka mjög á öryggi vallarins og koma í veg fyrir að fella þurfi niður flug í mörgum tilvikum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/malid-er-i-vinnslu
Málið er í vinnslu „Ég las viðtal ykkar í Vikudegi við Halldór Jóhannsson og hef heyrt í honum símleiðis eftir það. Á þessari stundu get ég sagt að málið er í vinnslu og því verður hraðað," segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Þarna er ráðherra að vísa til ummæla Halldórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra KEA um að félagið sé tilbúið til viðræðna við yfirvöld um flýtifjármörgun vegna lengingar flugbrautarinnar á Akureyri og þeirra framkvæmda sem þarf að ráðast í samhliða lengingunni. Halldór sagði að ef aðkoma KEA yrði til þess að framkvæmdum yrði flýtt stæði ekki á KEA-mönnum að ganga til viðræðna um aðkomu að málinu. Kristján Möller samgönguráðherra segist fagna þessum áhuga. „Ég ítreka að málið er í vinnslu, því verður hraðað sem kostur er og persónulega hef ég alveg jafn mikinn áhuga á framgangi þessa máls og ég hef haft áður," sagði ráðherra. Rætt hefur verið um að lenging flugbrautarinnar um 500 metra kosti á bilinu 400-500 milljónir króna. Þar fyrir utan er gerð öryggissvæða og aðflugsbúnaður af fullkomnustu gerð sem á að leiða til þess að hægt verður að nýta flugbrautina mun betur en ella. Heildarkostnaður við verkið gæti því numið allt að 700 milljónum króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrstu-einsongstonleikarnir
Fyrstu einsöngstónleikarnir „Jú, það er mjög spennandi að halda mína fyrstu einsöngstónleika hér í mínum heimabæ og ég vona svo sannarlega að þetta sé eitthvað sem fólk hefur áhuga á og komi og hlusti," segir Eyrún Unnarsdóttir mezzósópran sem mun halda hádegistónleika á vegum Listasumars í Ketilhúsinu á morgun, föstudaginn 27. júlí. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari leikur með Eyrúnu. Á dagskrá verða einkum ljóðasönglög m.a. eftir Schubert og Brahms ásamt þekktum íslenskum sönglögum. Eyrún Unnarsdóttir söngnemandi er fædd og uppalin á Brekkunni á Akureyri og hóf snemma tónlistarnám. Frá 15 ára aldri hefur hún lært söng, fyrst við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Sigríði Elliðadóttur og Sigríði Aðalsteinsdóttur og frá árinu 2005 við Tónlistarháskólann í Vínarborg hjá prof. Leopold Spitzer. „Ég er að stefna á að taka masterspróf í þessu þannig að ég á eftir að vera þarna úti enn um sinn," segir hún aðspurð um hve lengi hún hyggist vera í Vín. Nú í vor tók hún sitt fyrsta diplómapróf af þremur og stóðst það með hæstu einkunn skólans. Sumt af því sem hún mun syngja á tónleikunum á morgun er einmitt af þessari próf-dagskrá. Nýlega hlaut hún styrk frá KEA sem veittur er ungu afreksfólki. Eyrún hefur oft komið fram á Akureyri, bæði á vegum Tónlistarskólans og sem virkur þátttakandi í kórastarfi í bænum. Einnig hefur Eyrún tekið þátt í uppfærslum Tónlistarháskólans í Vínarborg og nú heldur hún í sínum heimabæ sína fyrstu einsöngstónleika.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyringar-17-thusund
Akureyringar 17 þúsund Akureyringar urðu 17.000 í byrjun júlí þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska fæddist fallegur sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Pilturinn heitir Gabríel Óskar Dziubinski og leit dagsins ljós 3. júlí sl. Af þessu tilefni færði bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina „Barnið okkar“ í stuttri heimsókn til þeirra í Smárahlíðina í gær. Fjölskyldan hefur átt lögheimili á Akureyri frá því í febrúar 2004 og líkar vel að búa í bænum. Fyrir áttu hjónin þrjú börn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjorir-a-fsa-vegna-gassprengingar
Fjórir á FSA vegna gassprengingar Fjórir hestamenn voru í nótt fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að hafa lent í gassprengingu í gömlu íbúðarhúsi að Sörlastöðum í Fnjóskadal. Hópur um 20 hestamanna áði þar í gærkvöldi og hugðist hafa þar næturstað. Sprengingin varð í gaslampa skömmu eftir miðnætti og slösuðust fjórir sem fyrr sagði. Þeir eru til meðhöndlunar á sjúkrahúsinu á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrir-mommu
“Fyrir mömmu” "Fyrir mömmu" er yfirskrift stórtónleika, sem haldnir verða í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 9. september nk. Kristján Jóhannsson óperusöngvari verður þar í aðalhlutverkinu. Hann óskaði eftir því að tónleikarnir yrðu til heiðurs móður hans, Fanneyju Oddgeirsdóttur, sem verður níræð 14. september. "Ég hef alltaf verið mikill mömmustrákur," segir Kristján og bætir við: "Í raun erum við að lofsyngja allar mæður, því móðurhlýjan er hverjum manni dýrmæt." Kristján hefur ekki sungið í heimabæ sínum síðan vorið 2003, þegar sálumessa Verdis var flutt í Íþróttahöllinni."Það verður gaman að koma heim og syngja fyrir sitt heimafólk," segir Kristján, sem hefur haft mikið að gera að undanförnu við söng og söngkennslu. Kristján verður ekki einn á ferð, því með honum koma Sofia Mitropoulos sópransöngkona og Corrado Alessandro Cappitta barintonsöngvari. Sofia er grísk söngkona sem hefur heillað Ítala að undanförnu með stórfenglegum söng og heillandi framkomu. "Við Sofia erum með sama umboðsmann í Milano og þar heyrði ég í henni fyrst," segir Kristján. Hann segist strax hafa hrifist af söng hennar. Hún hafi óvenju stóra og mikla rödd, sem hún geti beitt hvort heldur sem er, með lyriskum eða dramatískum hætti. " Og Sofia er ekki bara góður söngvari, hún er mikill listamaður sem á auðvelt með að hrífa áheyrendur upp í hæstu hæðir með sínum sterku tilfinningum," sagði Kristján. Corrado og Kristján kynntust í Catagna á Sikiley, þar sem Kristján var að syngja Radames í Aidu Verdis. Þar sungu þeir saman á konsert og úr varð samstarf sem leiddi til þess að Kristján tók Corrado í nám. "Hann er í raun fyrsti opinberi nemandinn minn og þótt ég segi sjálfur frá hefur hann tekið ótrúlegum framförum, enda er hann kappsfullur og með mikinn metnað. Söngvari sem á eftir að láta mikið að sér kveða á komandi árum," segir Kristján. Kristján lofar eftirminnilegum tónleikum, ekki síst vegna þess að Guðmundur Óli Gunnarsson heldur utan um tónlistarflutninginn með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. "Hljómsveitin er í stöðugri sókn og er eitt gróskumesta blómið í menningarlífi á Norðurlandi. Ég hefur áður unnið með Guðmundi Óla og hlakka til samstarfsins," segir Kristján Jóhannsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akaerur-vegna-lukasarmalsins
Ákærur vegna Lúkasarmálsins „Stóra Lúkasarmálinu" er ekki lokið þótt hundurinn Lúkas hafi verið fangaður í gildru í Fálkafelli ofan Akureyrar fyrr í vikunni. Eftir stendur að einhver hópur manna bar ljúgvitni hjá lögreglu í málinu og aðrir hótuðu ungum manni m.a. á netinu. Voru þær hótanir alvarlegar og jafnvel um morðhótanir að ræða. Þessir aðilar verða sóttir til saka. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður unga mannsins sem fyrir hótununum varð, hefur sagt að allt að 70 manns geti átt von á ákærum vegna alvarlegra hótana í garð skjólstæðings síns og einnig verður kært fyrir meiðyrði. Þá liggur fyrir að einhver fjöldi manns bar vitni hjá lögreglu og lýsti misþyrmingum á hundinum sem höfðu átt að leiða til dauða hans. Lögreglan hefur ekkert látið uppi um hver verði framvinda málsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hofdingleg-gjof-til-fsa-fra-huldumanni
Höfðingleg gjöf til FSA frá huldumanni Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur borist höfðingleg gjöf frá velunnara sem ekki vill láta nafns síns getið. Um er að ræða peningagjöf að fjárhæð 4 milljónir króna. Að ósk gefanda verður fjárhæðin nýtt til kaupa á sérhæfðu eftirlitskerfi fyrir sjúklinga á slysadeild sjúkrahússins. Forráðamenn FSA færa gefanda innilegar þakkir og kveðjur fyrir þessa myndarlegu gjöf til Gjafasjóðs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ungur-thjofur-stodvadur
Ungur þjófur stöðvaður Sautján ára piltur var handtekinn á Akureyri í fyrrinótt er hann gerði tilraun til innbrots í bænum ásamt tveimur jafnöldrum sínum, dreng og stúlku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom í ljós að pilturinn hafði verið djarftækur í innbrotum upp á síðkastið en hin tvö sem voru með honum voru að „aðstoða" hann í fyrsta skipti. Drengurinn viðurkenndi innbrot í Litaland, Radionaust, hjá Skógræktinni í Kjarnaskógi og í heimahús, en þar fyrir utan gerði hann tilraun til innbrota á þremur öðrum stöðum. Hann stal tölvum, myndavélum og DVD-diskum svo eitthvað sé nefnt og nam verðmæti þýfisins mörg hundruð þúsundum króna, það er að mestu fundið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/styrkir-ur-afreks-og-styrktarsjodi
Styrkir úr Afreks- og styrktarsjóði Í dag var formlega gengið frá styrkjum úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrarbæjar. Það eru skíðakonurnar Dagný Linda Kristjánsdóttir og Íris Guðmundsdóttir sem fá styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri við þetta tækifæri að þær væru báðar glæsilegar fyrirmyndir fyrir norðlenska skíðakrakka. Auk afrekskvennanna tveggja og bæjarstjóra undirritaði Björn Gunnarsson varaformaðar Skíðafélags Akureyrar samninginn, sem formlega er á milli bæjaryfirvalda og Skíðafélagsins. Dagný Linda fær 12 mánaða styrk upp á 60 þúsund krónur á mánuði og Íris fær 25 þúsund krónur í 9 mánuði. Þær stunda æfingar erlendis.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fimm-ara-laxveidimadur
Fimm ára laxveiðimaður Ásgeir Marinó Baldvinsson, 5 ára strákur sem var að veiða í Skjálfandafljóti með pabba sínum, Baldvini H. Ásgeirssyni, um helgina fékk þennan 3,5 punda lax á veiðistöng sem var varla mikið stærri en fiskurinn. Það tók góðar 10 mín. að ná fiskinum á land enda bauð stöngin ekki upp á nein átök. Þetta er annar laxinn sem Ásgeir Marinó veiðir og mætti því segja að hann sé fiskinn strákurinn. Systir hans þriggja ára fékk líka einn fisk sem var þó mun minni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kviaeldi-a-thorski
Kvíaeldi á þorski Vikudagur fór í vikunni í ferð með Brims-mönnum út í eldiskvíar að fylgjast með slátrun. Lesa má um ferðina í blaðinu og skoða myndir hér á síðunni með því að smella á hnappinn Ljósmyndir hér að ofan. Í ferðinni var náð í 7 tonn af fiski sem unnin voru yfir daginn og var tilbúið í verðmætar ferskfisks pakkningar á Frakklandsmarkað um kvöldið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thekktur-finnskur-listamadur-opnar-syiningu
Þekktur finnskur listamaður opnar sýiningu Laugardaginn 21. júlí opnar hinn góðkunni listamaður Janne Laine sýninguna Night Reflections í Jónas Viðar Gallerí kl. 15 00. Janne Laine er vel þekktur grafík listamaður frá Finlandi, hann hefur haldið fjölda sýninga víða um heim. Hann starfar sem master prentari við hið þekkta grafíkverkstæði Himmelblau í Tampere. Hann hefur margsinnis komið til íslands og orðið fyrir áhrifum af íslensku landslagi, hann dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hann hefur einnig kennt grafík við Myndlistaskólann á Akureyri. Á sýningunni sýnir hann nýleg heliografík verk. Allir hjartanlega velkomnir sýningin stendur til 12. ágúst.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-menn-tilbunir
KEA-menn tilbúnir „Ég er eins og áður tilbúinn að ræða við samgönguyfirvöld um flýtifjármörgun á Akureyrarflugvelli," segir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA aðspurður um hvort hugmyndir sem viðraðar voru fyrir um ári af hálfu KEA og einnig af hálfu Akureyrarbæjar varðandi flýtifjármögnun á flugvallarframkvæmdum stæðu enn. Halldór segir málið einfaldlega mjög mikið hagsmunamál fyrir þetta atvinnusvæði, ekki síst í ljósi fyrirhugaðs niðurskurðar aflaheimilda í þorski. Hann segir að ef aðkoma KEA sé líkleg til að liðka fyrir eða hjálpa til við að flýta þessum framkvæmdum muni ekki standa á sér að ræða málið við samgönguyfirvöld. Ítarleg umfjöllun er um málið í Vikudegi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thad-er-glaepur-i-malinu-en-ekki-hja-mer
Það er glæpur í málinu, en ekki hjá mér! "Það er glæpur í málinu en hann er ekki hjá mér," segir Þorsteinn Hjáltason lögmaður á Akureyri í ítarlegu viðtali við Vikudag í dag. Þorsteinn er mjög ósáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær í svokölluðu kerfisvillumáli í galdeyrisviðskiptum Glitnis, en hann er þar einn fjögurra sakborninga. Þorsteinn segir í viðtalinu í Vikudegi að hann hafi verið nær 100% viss um að fá sýknu í málinu enda málatilbúnaður ákæruvaldsins allur í skötulíki. Hægt er að fá Vikudag á sölustöðum um bæinn síðdegis í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sekt-fyrir-ad-klaedast-logregluskyrtu
Sekt fyrir að klæðast lögregluskyrtu Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að hafa klæðst einkennisskyrtu lögreglunnar á veitingastaðnum Kaffi Akureyri í apríl á þessu ári. Maðurinn viðurkenndi það brot sitt. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa gefið óeinkennisklæddum lögreglumönnum upp rangt nafn og kennitölu þegar þeir höfðu af honum afskipti vegna skyrtumálsins. Dómurinn sagði hinsvegar að ekkert hefði legið fyrir um það í gögnum málsins að hinum ákærða hafi verið skýrt frá réttindum sínum sem sakbornings. Dómurinn sýknaði manninn af þessum ákærulið en dæmdi hann í 20 þúsund króna sekt vegna skyrtumálsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kerfisvillumali-visad-fra
Kerfisvillumáli vísað frá Máli fólks sem notfærði sér kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfi Glitnis var í dag sjálfkrafa vísað frá dómi á þeirri forsendu að saksóknarinn í málinu hefði í raun ekki umboð til að gefa út ákæruna. Það rekur dómstóllinn til þess að reglugerð um saksóknara efnahagsbrotadeildar gengur lengra en lagarammi heimilar og því hafi saksóknarinn ekki sjálfstætt vald til að ákæra. Er því ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Niðurstaða dómsins er því þessi: "Eftir úrslitum málsins og 1. mgr. 166. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sigmundar Guðmundssonar hdl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 300.000, að virðisaukaskatti meðtöldum." Úrskurðinn kveður upp Freyr Ófeigsson, dómstjóri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vill-tafarlausar-vidraedur
Vill tafarlausar viðræður! Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess í sérstakri ályktun að fá tafarlausar viðræður við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins. Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. Í ályktuninni sem Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir segir m.a. "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttaðar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hardur-arekstur-a-tryggvabraut
Harður árekstur á Tryggvabraut All harður árekstur varð á Tryggvabraut í hádeginu í dag. Jeppi sem ók vestur Tryggvabraut ók inn í pallbíl sem var að koma út af bílastæðinu hjá Olís bensínstöðinni rétt austan gatnamótanna við Glerárgötu. Ekki urðu slys á fólki en bílarnir voru mikið skemmdir og var pallbíllinn fjarlægður strax en jeppanum ýtt út af Tryggvabrautinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/frjalsar-ithrottir-fara-a-nytt-ka-svaedi
Frjálsar íþróttir fara á nýtt KA-svæði Við metum það þannig í framkvæmdastjórn Þórs að frekari viðræður um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á Þórssvæðinu séu tilgangslausar. Þetta er niðurstaða fundar sem við héldum nú í hádeginu og í þessum töluðu orðum er ég á leiðinni með bréf þessa efnis til formanns íþróttaráðs," sagði Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs í samtali við Vikudag fyrir stundu. Ólafur Jónsson formaður Íþróttaráðs segir ljóst að gripið verði til varaáætlunar, sem sé að uppbygging fyrir frjálsar íþróttir fari fram á nýju KA svæði í Naustahverfi. Ólafur segir að þessi niðurstaða hjá forustu Þórs í dag þýði að menn verði að grafa upp úr skúffum áætlanir varðandi nýtt svæði KA í Naustahverfi, en sér sé engin launung á því að þetta séu vonbrigði enda hefðu orðið samlegðaráhrif af því að hafa frjálsar íþróttir á Hamarssvæðinu þar sem innahúss aðstaða sé fyrir hendi. Ólafur segir að möguleikinn á að byggja upp fyrir frjálsar íþróttir á nýja KA svæðinu hafi einungis lítillega verið skoðaður og það sé áhugi hjá forustusveit KA að gera eitthvað myndalegt átak í tengslum við nýja svæðið fyrir stórafmæli félagsins á næsta ári. Hann telur einsýnt að nú muni menn einhenda sér í að kanna þennan valkost og stefna að því að búið verði að klára uppbygginguna á tveimur árum eða fyrir Landsmóti UMFÍ sem verður í júlí 2009. Varðandi framhald á viðræðum við Þór segir Ólafur að þær muni halda áfram í haust og að bærinn muni standa heill að því að byggja upp aðstöðuna úti í þorpi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/styrkir-fiskidaginn-mikla
Styrkir Fiskidaginn mikla Í dag skrifuðu Húsasmiðjan og Fiskidagurinn mikli undir styrktar og samstarfssamning. Frá upphafi hefur Húsasmiðjan verið í hópi styrktaraðila. Að sögn Júlíusar Júlíussonar, framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla, eru Fiskidagsmenn afar ánægðir með að hafa Húsasmiðjuna í hópi styrktar- og samstarfsaðila. Hann segir að á svona stórri hátíð sé að mörgu að hyggja og oft koma upp hugmyndir eða verkefni sem þarf að leysa á síðustu stundu og oftar en ekki hefur Húsasmiðjan bjargað málum og sýnt góðan vilja og skilning. Einnig segir hann að nýja samstarfsverkefnið sé áhugavert og jákvætt fyrir Dalvíkurbyggð. "Allt í lag fyrir Fiskidag" Fegrunarátak Húsamiðjunnar og Fiskidagsins mikla þar sem íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að fegra umhverfi sitt dagana 19. júlí til 6. ágúst. Húsasmiðjan veitir glæsileg verðlaun fyrir: -Snyrtilegustu húseignina (hús, garður, pallur). -Snyrtilegasta fyrirtækið. -Snyrtilegsta býlið. Dómnefnd áskilur sér rétt til að veita verðlaun fyrir sérstaka hluti. Íbúar og gestir geta tekið þátt með ábendingum sem skal senda á [email protected] fyrir 6. ágúst. Dómnefnd fer um byggðarlagið 6. - 8. ágúst. Dómnefndina skipa: - Sigrún K. Sigurjónsdóttir, fjármálastjóri Húsasmiðjunnar - Svava Grímsdóttir, útlitshönnuður Húsasmiðjunnar - Vignir Þór Hallgrímsson, listamaður Dalvík. Húsasmiðjan verður með góð tilboð í gangi í tilefni af átakinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/boltinn-er-hja-thor-segir-baejarstjori
Boltinn er hjá Þór, segir bæjarstjóri "Ég lít svo á að boltinn sé hjá Þórsurum," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um þá niðurstöðu aðalfundar Íþróttafélagsins Þórs að fella samninginn sem gerður hafði verið milli stjórnar félagsins og bæjaryfirvalda. Bæjarstjóri minnir á að samningurinn hafi verið undirritaður án fyrirvara af hálfu Þórs og því sé málið mjög óvenjulegt. "Mér finnst skilaboðin ekki skýr frá þessum fundi," segir Sigrún Björk við Vikudag. Fram hefur komið hér á fréttavef Vikudags að aðalfundurinn véfengdi ekki umboð samninganefndar og stjórnar félagsins í viðræðunum, þvert á móti lýsti fundurinn trausti á forustuna og samninganefndina. Hvað í því felst er þó óljóst, til dæmis er varðar það hversu bindandi undirskrift er fyrir Þór, þegar hún er gerð án fyrirvara um samþykki aðalfundar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/huni-i-hvalaskodunum
Húni í hvalaskoðunum Húni II, sem alla jafna liggur við Torfunefsbryggjuna og er Akureyringum og gestum þeirra til augnayndis, er nú staddur á Húsavík. Báturinn er þar hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu en mikið er um að vera í hvalaskoðunum þessar vikurnar. Húni mun verða á Húsavík og Skjálfandaflóa næstu tvær vikurnar. .
https://www.vikubladid.is/is/frettir/malid-er-i-uppnami
Málið er í uppnámi „Jú, það er klárt að þetta mál er allt í uppnámi núna,” sagði Sigfús Ólafur Helgason, formaður Íþróttafélagsins Þórs, en samkomulag stjórnar félagsins og bæjaryfirvalda um uppbyggingu á Þórssvæðinu var fellt á aðalfundi Þórs í fyrrakvöld. Samkomulagið sem var undirritað fyrir skömmu gekk út á margþætta uppbyggingu á svæðinu og ákveðnar bætur til Þórs fyrir skerðingu á athafnasvæði félagsins. Afgerandi meirihluti aðalfundarmanna felldi samkomulagið, en 29 fulltrúar voru á móti og 20 voru með því. Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs segist ekki gera sér grein fyrir hvert framhaldið muni verða. “En ég mun fara í fyrramálið á fund formanns íþróttaráðs og gera honum grein fyrir þessari niðurstöðu,” segir Sigfús. Svo virðist sem niðurstaða fundarins sé þó ekki vantraust á stjórnina eða samninganefnd félagsins, því bæði Sigfús og stjórnin fengu traustsyfirlýsingu og óskorað umboð til að halda málinu áfram. Formaðurinn segir hins vegar óljóst hvað það sé nákvæmlega sem menn vilji. Hann greinir þrjár megin fylkingar í hópi þeirra sem voru á móti samningnum. Í fyrsta lagi þá sem ekki vilja leggja Akureyrarvöll niður og eru af þeim ástæðum á móti samkomulaginu. Í öðru lagi séu það þeir sem eru á móti vegna þess að þeir vilja ekki skerða Þórssvæðið og láta það undir aðra íþróttastarfsemi og í þriðja lagi séu það þeir sem eru ekki nægjanlega sáttir við þær fébætur sem félagið fær fyrir skerðingar á svæðinu. „Þessi sjónarmið verðum við einhvern veginn að reyna að bræða saman og finna einhverja niðurstöðu. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagins og við verðum að sætta okkur við niðurstöðu fundarins,” segir Sigfús.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eything-vill-fjolbreyttar-adgerdir
Eyþing vill fjölbreyttar aðgerðir Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sendi frá sér ályktun í gær vegna þriðjungs niðurskurðar á heildaraflamarki í þorski. Stjórnin lýsir þungum áhyggjum og bendir á margar mótvægisaðgerðir sem grípa þarf til á sviði samgangna, menntunar og nýsköpunar og á sviði opinberra starfa. Eins og kom fram í Vikudegi í gær er hins vegar ekkert sem snertir Eyjafjörð í fyrstu tillögum ríkisstjórnarinnar um flýtingu framkvæmda í samgöngumálum. Ályktun stjórnar Eyþings er svona í heild sinni: "Stjórn Eyþings lýsir yfir áhyggjum af þróun atvinnulífs á svæðinu, verði ekki gripið strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. Nauðsynlegt er að þær feli í sér skýr skilaboð, til bæði sveitarfélaga og atvinnulífsins, um að þeim samdrætti sem óhjákvæmilega mun gæta verði mætt með öflugum aðgerðum. Nú þegar eru fyrstu viðbrögð atvinnulífsins komin í ljós í formi fjöldauppsagna starfsfólks í fiskvinnslu og er ástæða til að ætla að frekari fregna af slíku sé að vænta. Hlutfall vinnandi fólks í fiskvinnslu- og útgerð er mjög hátt á svæðinu, og því ljóst að markvissra aðgerða er þörf eigi ekki að skapast ófremdarástand. Aðalfundur Eyþings hefur mörg undanfarin ár lagt áherslu á úrbætur og tækifæri í fjarskipta-, heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum sem geta skapað, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, möguleika til þróunar á jafnræðisgrunni óháð búsetu. Í ljósi ákvarðana ríkisstjórnarinnar leggur stjórn Eyþings áherslu á eftirfarandi: SAMGÖNGUR: Vaðlaheiðargöng: Ráðstafað verði til verkefnisins nauðsynlegum fjármunum svo að bjóða megi framkvæmdina út þegar í haust. Göngin eru lykillinn að því að byggðirnar við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum nái að virka sem eitt atvinnusvæði þannig að t.d. fyrirhuguð stóriðja við Húsavík efli allt svæðið. Almennt verði lögð áhersla á að samgöngur innan svæðisins verði komið í viðunandi horf m.a. með stórátaki í lagningu bundins slitlags á milli byggðakjarna. Lenging Akureyrarflugvallar: Þeirri framkvæmd verði flýtt með vísan til mikilvægis tilkomu alþjóðaflugvallar á Akureyri fyrir þróun ferðaþjónustu á svæðinu og þörf fiskvinnslunnar á svæðinu fyrir hagkvæmari útflutningsleið en býðst í dag. MENNTUN OG NÝSKÖPUN: Háskólinn á Akureyri og jöfnuður til náms: Auknu fé verði varið til HA þannig að skólanum verði gert kleift að mæta þeirri menntunarþörf sem til staðar er á svæðinu og verði þess sérstaklega gætt að fjarnámsmöguleikar við skólann verði efldir stórlega. Jöfnunarstyrkir vegna framhaldsnáms verði uppfærðir í samræmi við raunkostnað og fjarskiptanetið verði fært til þess horfs að það tryggi öflugan gagnaflutning vegna náms óháð búsetu. Vaxtarsamningar og atvinnuþróunarfélög: Vaxtarsamningur Eyjarfjarðar verði framlengdur og framlög til hans verði aukin, auk þess sem vaxtarsamningur við Þingeyjarsýslur verði gerður. Jafnframt verði framlög til atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu aukin verulega frá því sem nú er þannig að hægt verði að sinna þeirri sérfræðiþjónustu sem þörf verður á næstu árin. Frumkvæði heimamanna: Lögð er áhersla á að stjórnvöld gefi alvarlega gaum þeim hugmyndum um atvinnuþróun sem einstök sveitarfélög leggja fram og kunna að vera vel til þess fallin að draga úr neikvæðum áhrifum aflasamdráttar. Sem dæmi um þetta má nefna byggingu þjónustuhafnar á NA-landi vegna olíurannsókna á sk. drekasvæði á Jan Mayen hryggnum. OPINBER STÖRF: Heilbrigðisþjónusta: Fjármagn til uppbyggingar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar (FSA) verði tryggt og brugðist verði við fjárþörf til eflingar heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana á svæðinu. Flutningur opinberra verkefna: Stjórnvöld eru hvött til að grípa þegar til aðgerða er miða að fjölgun opinberra starfa á svæði Eyþings. Almennt: Tekið er undir ályktanir annarra landshlutasamtaka varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, flutningskostnað, atvinnuleysistryggingasjóð o.fl. Stjórn Eyþings er reiðubúin til að vinna með stjórnvöldum að framgangi ofangreindra mála og annarra er kunna að verða til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á búsetu við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/flugvallarframkvaemdum-flytt
Flugvallarframkvæmdum flýtt? „Án þess að það liggi fyrir, þá er stefnt að því að flýta framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri sé þess nokkur kostur. Þessu verki á, samkvæmt áætlunum sem unnið hefur verið eftir, að ljúka haustið 2009 en vonandi tekst að flýta verkinu," segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Þetta sagði samgönguráðherra við Vikudag þegar rætt var við hann um hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðarins á þorskkvótanum á næsta fiskveiðiári. Mjög ítarlega er fjallað um þessi mál í Vikudegi dag og leitað viðbragða hjá alþingismönnum og bæjarstjórnarmönnum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/180-manna-veisla-i-kvold
180 manna veisla í kvöld Götumyndin í Gilinu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu vikum samhliða því að gamla Bögglageymslan hefur verið gerð upp sem veitingahús Friðriks V. Í dag, fimmtudag, mun Sigrún Jakobsdóttir bæjarstjóri formlega opna hið nýja veitingahús. Í kvöld verður svo haldin 180 manna veisla í húsinu fyrir vini og velunnara staðarins og er ljóst að miklu færri komast að í þessa veislu en vilja og eru tugir á biðlista. Þess má geta að heil flugvél mun koma með gesti úr Reykjavík en hjónin og veitingafólkið Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir hafa vakið mikla athygli fyrir stefnu sína um mat úr héraði. Lesa má ítarlegt viðtal við Friðrik í Vikudegi sem kemur út í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/daemdir-fyrir-fikniefnabrot
Dæmdir fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt í máli fjögurra ungra manna vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni.Einn þeirra er Akureyringur sem var tekinn með 10 e-töflur og hlaut hann 120 þúsund króna sekt. Annar Akureyringur fékk 40 þúsund króna sekt en hann var tekinn tvo daga í röð með hass og braut einnig umferðalög. Þá voru tveir Dalvíkingar dæmdir fyrir að hafa undir höndum amfetamín og fengu þeir 260 þúsund króna sekt hvor.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gaf-hofdinglega-peningagjof
Gaf höfðinglega peningagjöf Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, hefur fært Öldrunarheimilum Akureyrar höfðinglega gjöf, peningagjöf að upphæð 3 milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. Gjöf þessi sýnir velvilja Margeirs í garð Öldrunarheimila Akureyrar og mun nýtast afar vel til að bæta aðbúnað á heimilunum. Stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar eru mjög þakklátir velvilja og stórhug Margeirs og þakka þennan einstæða höfðingsskap.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjolsmidja-a-akureyri
Fjölsmiðja á Akureyri Fyrir stundu var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri við hátíðlega athöfn í húsakynnum Rauða krossins á Akureyri. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum, sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu. Í Fjölsmiðjunni er ungmennum hjálpað við að finna sér stað í lífinu og byggja sig upp fyrir framtíðina. Samkvæmt hugmyndinni er verklag eða vinnugeta fólksins virkjað svo unga fólkið öðlist reynslu og verði hæfara til að finna sér starfsgrein eða að fara í frekara nám. Sambærileg starfsemi hefur verið til staðar í Kópavogi og þar er fjölsmiðja sem starfað hefur með góðum árangri í 6 ár. Þar veitir Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari og handknattleiksmaður, starfseminni forstöðu og sagði hann við undirskriftina áðan að þetta úrræði hefði sannað sig rækilega fyrir sunnan og að hann efaðist ekki um að það sama myndi gerast hér á Akureyri. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að aðstoða ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem ekki hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Þessir einstaklingar, sem eru á aldrinum 16-24 ára, eru atvinnulausir vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála. Um 25% allra sem eru á atvinnuleysisskrá á svæðinu tilheyra þeim aldurshópi. Það vekur sérstaka athygli hversu fjölmennur hópur ungs fólks er sem þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Akureyrarbæ. Þannig var fjórðungur þeirra sem þurftu fjárhagsaðstoð frá bænum á árinu 2006 yngri en 25 ára eða alls um 88 einstaklingar. Fjölsmiðjan er vinnusetur og felst starfsemi hennar einkum í framleiðslu vara, faglegri verkþjálfun og ýmiss konar þjónustu. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem starfað hefur frá árinu 2001. Stofnaðilar að Fjölsmiðjunni á Akureyri eru Rauði krossinn, Akureyrarbær, Vinnumálastofnun, Eining-Iðja og Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Stofnfé Fjölsmiðjunnar er 31 milljón króna og þar af leggur Akureyrarbær fram 10 milljónir eða tæpan þriðjung. Það er talsvert meira en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt til fjölsmiðjunnar fyrir sunnan. Bundnar eru miklar vonir við starfsemi Fjölsmiðjunnar á Akureyri og að fjölmörgu ungu fólki gefist þar tækifæri til að skapa sér nýja möguleika í starfi eða námi. Fram kom hjá Helenu Karlsdóttur, sem gerði grein fyrir verkefninu í dag fyrir hönd undirbúningshópsins, að hugmyndin væri að hrinda starfseminni af stað strax í haust, en ráðinn verður forstöðumaður og 1-2 aðrir starfsmenn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fleiri-segja-audvelt-ad-fa-vinnu-vid-haefi
Fleiri segja auðvelt að fá vinnu við hæfi Fleira fólk á Akureyri telur að það sé auðveldara að fá störf við hæfi núna en það var fyrir ári síðan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Vaxtarsamning Eyjafjarðar. Úrtakið í könnuninni var 1500 manns og svarhlutfall 60,2%. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu AFE. Það vekur athygli að könnunin sýnir einnig að breyting hefur orðið á mati fólks á því hvort þjónusta og vöruúrval sé í lagi. Þannig eru nú færri sem segja að vöruúrval hér vera mikið en töldu vöruúrvalið mikið í fyrra. Hér á eftir má sjá frétt AFE um þetta mál: Könnun Capacent Gallup fyrir AFE Í apríl 2007 vann Capacent Gallup könnun fyrir AFE og VAXEY meðal íbúa í Eyjafirði þar sem mældir voru ýmsir þættir varðandi lífsgæði, atvinnu og búsetu á svæðinu. Úrtakið var 1500 manns og svarhlutfall 60,2%. Samskonar könnun var gerð fyrir ári síðan og er afar athyglisvert að bera saman niðurstöðurnar á milli ára sem gefa vísbendinu um þróun atvinnulífsins og viðhorf íbúa á svæðinu. Helstu niðurstöður eru þær að íbúar svæðisins meta auðveldara nú en fyrir ári síðan að fá starf við hæfi 47,3% sögðu það mjög eða frekar auðvelt,en 42% töldu það mjög eða frekar erfitt. Í könnuninni fyrir ári síðan töldu 40,8% mjög eða frekar auðvelt að fá starf við hæfi. Marktækur munur var á svörum eftir aldri aðspurðra og virðist sem yngra fólk meti það auðveldara að fá vinnu við hæfi heldur en eldra fólk. Þegar svarendur voru beðnir að meta þróun í atvinnumálum 1 ár aftur í tímann töldu 35% hana hafa verið góða sem er 10% fleiri núna en áður, en þá töldu 25,1% þróunina góða. Spurt var um heildarlaun fyrir skatta og helsta breytingin á milli mælinga nú var sú að færri nefndu launatölur undir 300 þúsundum og fleiri sögðust hafa 300 þús í laun eða meira, hlutfallið fór úr 27,1% og upp í 35,5%. Að sama skapi segjast 54,4% vera ánægðir með eigin laun en í fyrra voru það 49,9%. Sá þáttur sem fær lakari útkomu nú en í síðustu könnun er vöru og þjónustuúrval. Fyrir ári síðan sögðu 59,1% úrvalið vera mikið en 52,4% voru sömu skoðunar nú. Marktækur munur reyndist á kynjunum að þessu leyti og eru konur óánægðari með vöru og þjónustuúrval heldur en karlar auk þess sem yngra fólk var almennt óánægðara með vöru og þjónustuúrval heldur en þeir sem eldri eru.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stutina
„Stútína Lögreglan á Akureyri fékk um það fréttir klukkan tvö í nótt að bifreið hafi verið ekið út af veginum skammt norðan við Kjarnaskóg. Í ljós kom að kona, sem sterklega er grunuð um ölvun við akstur, hafði verið þar á ferð og var konan við bifreiðina þegar að var komið. Bifreiðin var að hluta utan vegarins en hafði ekki oltið. - Rólegt var hjá lögreglu síðasta sólarhring eins og um helgina, en þó voru 7 teknir fyrir of hraðan akstur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samninga-verdur-leitad
Samninga verður leitað Magnús Garðarsson, eftirlitsmaður nýframkvæmda hjá Akureyrarbæ, segir að verið sé að skoða mál er varðar byggingu menningarhússins Hofs í kjölfar þess að viðunandi tilboð hafa ekki fengist í tréverk og múrverk í húsinu þrátt fyrir tvö útboð. „Við erum að skoða málin og munum kalla menn til viðræðna og þreifa á því hvort samningar náist ekki," segir Magnús. Magnús segir ljóst að tilboðunum í múrverkið verði hafnað. „Það er búið að gefa mönnum kost á að bjóða í múrverkið í tvígang og nú þurfum við að ræða við menn í þeirri grein. Við höfum jafnvel heyrt í mönnum sem voru að skoða það að bjóða í múrverkið en urðu of seinir, héldu að það væri vika eftir af útboðsfrestinum þegar hann rann út. Eins er með tréverkið, við munum þreifa á mönnum og reyna að finna einhvern grundvöll til samninga," sagði Magnús.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekkert-mark-tekid-a-reynslu
Ekkert mark tekið á reynslu!! Akureyringuninn Árni Bjarnason, forseti Farmanna og fiskimannasambands Íslands, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í tilefni af ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. Segir hann ekkert mark tekið á margreyndum sjómönnum. Yfirlýsing Árna er svohljóðandi: Yfirlýsing frá Árna Bjarnasyni forseta FFSÍ. Nú þegar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um gríðarlegan niðurskurð á leyfðum þorskafla liggur fyrir næsta fiskveiðiár vil ég, fyrir hönd þeirra fjölmörgu skipstjórnarmanna sem við mig hafa rætt, lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun ráðherra. Ekkert mark er tekið á skoðunum manna sem búa yfir gríðarlegri reynslu á þessu sviði og þeim borið á brýn að um skammtímahagsmuni sé að ræða af þeirra hálfu. Stjórnvöld taka þess í stað þann kost að fara í einu og öllu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar sem að margra mati eru byggðar á sandi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gridarleg-ahrif-a-eyjafjardarsvaedinu
Gríðarleg áhrif á Eyjafjarðarsvæðinu Ljóst er að áhrif ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um niðurskurð á aflaheimildum í þorski fyrir næsta fiskveiðiár niður í 130 þúsund tonn mun hafa gríðarleg áhrif á Eyjafjarðarsvæðinu. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagðist í samtali við RÚV fyrr í dag fagna hugrekki ráðherra að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en hins vegar væru þetta fyrirkvíðanleg tíðindi fyrir sjómenn þar sem um helmingur af félagsmönnum Sjómannafélags Eyjafjarðar hefði lifibrauð sitt af því að veiða þorsk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið kynntar og í þeim segir að gripið verði til ýmiss konar aðgerða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Í fyrsta lagi eru aðgerðir sem horfa einkum til þess að draga úr fyrstu áhrifum þeirrar tekjuskerðingar sem verður í kjölfar minnkunar þorskkvótans, jafnt hjá einstökum sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Í öðru lagi eru aðgerðir sem horfa til lengri tíma og miða að því að byggja samfélögin við sjávarsíðuna upp og stuðla að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi. Hér má nefna úrbætur í samgöngumálum, jafnt vega- sem fjarskiptamálum. Ennfremur aðgerðir sem miða að eflingu mennta- og menningarmála, meðal annars með aukinni áherslu á endurmenntun og starfsþjálfun. Einnig má nefna aðgerðir sem miða að því að efla nýsköpun. Loks verður lögð aukin áhersla á flutning opinberra starfa til landsbyggðarinnar." Sjá einnig hér
https://www.vikubladid.is/is/frettir/n1-og-ka-gera-samstarfssamning
N1 og KA gera samstarfssamning N1 og Knattspyrnufélag Akureyrar hafa gert með sér víðtækan samstarfssamning sem kveður á um að N1 verður aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KA til og með árinu 2010. Samningurinn tekur til meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 3. flokks karla og jafnframt N1-mótsins í knattspyrnu fyrir fimmta aldursflokk fyrstu helgina í júlí. Samningurinn var undirritaður í KA-heimilinu í gær, en eins og kunnugt er stendur N1-mót KA nú yfir á KA-svæðinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/haskolinn-faer-ad-byggja
Háskólinn fær að byggja Stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á nýbyggingu við Háskólann á Akureyri sem áformað er að taka í notkun haustið 2009. Með tilkomu nýju byggingarinnar flyst öll starfsemi skólans úr Þingvallastræti og verður þá svo til öll komin á Sólborgarsvæðið. Í nýju byggingunni, sem verður um 2 þúsund fermetrar að stærð, verða fyrirlestrasalir, kennslustofur og aðalanddyri skólans. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors skólans og formanns bygginganefndar, mun nýja byggingin bæta mjög úr brýnni þörf fyrir aukið kennslurými og fagnar hann sérstaklega að skólinn fái þá góða fyrirlestrasali. Reiknað er með að byggingin fari í útboð fljótlega og að verklegar framkvæmdir geti hafist í haust.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thriggja-ara-styrktarsamningur
Þriggja ára styrktarsamningur Í gærmorgun skrifuðu Landflutningar-Samskip og Fiskidagurinn mikli undir 3 ára styrktarsamning. Allt frá upphafi Fiskidagsins mikla, eða í sex ár, hafa Landflutningar-Samskip verið í hópi aðalstyrktaraðila. „Það er okkur mikil ánægja að skrifa undir samning við þetta góða fyrirtæki sem hefur sinnt Fiskideginum mikla af alúð, þolinmæði og hvergi slegið af. Það væri hreinlega erfitt að halda daginn hátíðlegan án þeirra," segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Landflutningar-Samskip hafa m.a. boðið upp á fría siglingu um Eyjafjörðinn með Grímseyjarferjunni Sæfara og hafa hátt í 7000 manns nýtt sér boðið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/itali-a-hradferd
Ítali á hraðferð Honum virtist liggja talsvert mikið á ítalska ferðamanninum sem átti leið um Hörgárdal í gærkvöldi. Lögreglan stöðvaði bifreið hans eftir að hún hafði mælst á 171 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Ökumaðurinn knái var sviftur ökuleyfi og honum uppálagt að greiða 112 þúsund króna sekt. Ferðafélagar ökumannsins gátu tekið við akstrinum eftir að ökuskírteinið hans var komið í hendur lögreglu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thjofurinn-kom-tvisvar
Þjófurinn kom tvisvar Þjófur var á ferðinni á Akureyri í gærkvöld. Komst hann inn í íbúð og stal úr henni tveimur fartölvum og einhverju fleiru. Þjófurinn ágirndist reyndar eitthvað fleira í íbúðinni og fór því þangað aftur, en hitti þá fyrir lögreglu og var handtekinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svifryksmaelirinn-biladur
Svifryksmælirinn bilaður Mælirinn sem mælt hefur svifryk á gatnamótum Hörgárbrautar og Tryggvabrautar hefur verið bilaður frá því í vor og er enn að sögn Alfreðs Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar. Þessi sami mælir, sem er orðinn gamall, bilaði einnig á síðasta ári og var bilaður í nokkra mánuði. Alfreð segir að fljótlega batni ástandið því auðvitað komi mælirinn úr viðgerð og þá hafi Akureyrarbær ákveðið að kaupa annan mæli. „Svifryksmengunin er langmest á haustin og veturna þegar menn aka á nagladekkjunum. Nýi mælirinn sem við fáum er svokallaður síritamælir og með tilkomu hans verður hægt að birta stöðuna hverju sinni t.d. á heimasíðu Akureyrar. Fólk getur þá séð hvernig ástandið er og hvernig útlitið er og þeir sem þola þetta illa geta þá sleppt því að fara út ef staðan er slæm," segir Alfreð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/annriki-i-sjukrafluginu
Annríki í sjúkrafluginu Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar. Í júnímánuði var farið í 48 sjúkraflug á 30 dögum. Flogið er með Beechcraft King Air 200 vél Mýflugs og með í för er ávallt neyðarflutningsmaður frá Slökkviliði Akureyrar. Á sama tíma í fyrra hafði verið farið í 193 sjúkraflug en nú í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga, eða um 13 % aukning á milli ára. Ef heldur fram sem horfir stefnir í að fjöldinn aukist enn á milli ára en árið 2006 var farið í 452 sjúkraflug.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/litid-rigndi-a-akureyri
Lítið rigndi á Akureyri Sáralítil úrkoma var á Akureyri í júnímánuði sem er nýliðinn. Úrkoman mældist aðeins 0,33 millimetrar og þarf allt aftur til ársins 1933 til að finna mánuð með jafn litla úrkomu, en í maí það ár rigndi nákvæmlega ekki neitt á Akureyri. Hitafar á Akureyri var gott í síðasta mánuði en meðalhitinn var 10,7 gráður sem er 1,6 gráðum ofan við meðaltal. Júní á síðasta ári var þó heitari og einnig sami mánuður árið 1933. Sólarstundir voru 217 á Akureyri í síðasta mánuði sem er 40 stundum umfram meðaltal.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjolbreytni-i-veitingarekstri
Fjölbreytni í veitingarekstri Veitingastöðum fjölgar sem aldrei fyrr á Akureyri en undanfarnar vikur og mánuði hefur hver staðurinn af öðrum verið opnaður og um leið hefur fjölbreytnin aukist til muna. Hamaborgarabúlla, austurlenskur staður, grænmetisstaður, skyndibitastaður og indverskur staður hafa verið opnaðir eða eru að hefja starfsemi í bænum. Nýr indverskur veitingastaður hefur verið opnaður í göngugötunni og einnig hafa Hlöllabátar nýlega hafið rekstur við Ráðhústorg. Það er því nóg framboð á matsölustöðum fyrir svanga Akureyringa og þá gesti sem bæinn sækja heim. Veitingastaðurinn Nings, sem býður upp á austurlenskan mat, gengur mjög vel að sögn Sigurðar Karls Jóhannssonar, eins af eigendum staðarins á Akureyri. Hann sagði að strax frá fyrsta degi sem staðurinn var opnaður, nánar tiltekið 1. mars, hafi viðtökurnar verið frábærar og t.a.m. hafi staðurinn ekki haft undan fyrstu vikurnar, en nú sé að sjálfsögðu búið að laga það. Hann bætti því við að nú þegar sé Nings með marga fastakúnna og staðurinn búinn að festa sig vel í sessi. Viðbót við staðinn er strax væntanleg að sögn Sigurðar en stefnt er að því að opna veisluþjónstu Nings í haust og þá eykst þjónustan enn frekar. Hamborgarabúllan opnaði í lok janúar sl. og hefur reksturinn gengið vel að sögn Einars Geirssonar, sem er einn af eigendum staðarins. Hamborgarabúllan býður eins og nafnið gefur til kynna upp á ýmsar tegundir borgara auk meðlætis. Einar sagði að vissulega hafi verið mest að gera fyrstu vikurnar á meðan allir hafi verið að kynna sér staðinn en síðan þá hafi aðsóknin að staðnum verið mjög góð og haldist í góðu jafnvægi. Síðustu vikur hafi komið góðar söluhelgar enda mikill ferðamannastraumur í bæinn. Að lokum sagði Einar að Hamborgarabúllan væri svo sannarlega komin til að vera enda gangi reksturinn vel.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ein-med-ollu-um-verslunarmannahelgina
„Ein með öllu“ um verslunarmannahelgina Ákveðið hefur verið að blása til hátíðarinnar „Ein með öllu" á Akureyri um verslunarmannahelgina. Ástæða þess hversu seint ákvörðunin er tekin er sú að beðið var eftir því hvað Akureyrarbær myndi aðhafast og hvernig aðkoma bæjarins að hátíðinni yrði, að sögn Braga V. Bergmann, talsmanns „Vina Akureyrar" sem standa fyrir fjölskylduhátíðinni um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Bragi segir að stefnt sé að því að hátíðin verði barna- og fjölskylduhátíð og meiri áhersla lögð á það hvað varðar dagskrána en hingað til þótt mikil áhersla hafi verið lögð á það til þessa. Hann segir að fjölskylduhátíð eins og „Ein með öllu" sé mjög mikilvæg fyrir bæjarfélagið og ekki síst þá sem eru hinir svokölluðu hagsmunaaðilar. „Hins vegar er það þannig að þeir sem standa að útihátíðinni hafa ekkert með að gera hvernig málum er háttað á tjaldsvæðum bæjarins eða hvað á sér stað í samkomuhúsunum. Þar gerast hlutirnir eins og venjulega hvort sem um sérstaka hátíð er að ræða í bænum eða ekki. En á meðan dagskrá hátíðarinnar stendur yfir þá er hún mjög barna- og fjölskylduvæn eins og við viljum hafa hana," segir Bragi. Hann segir að aðstandendur hátíðarinnar séu á byrjunarreit hvað varðar dagskrána en unnið verði mjög hratt. „Að öllum líkindum verður dagskráin með líku sniði og undanfarin ár og að langmestu leyti miðuð við börn og fjölskyldufólk. Eitt af því fáa sem liggur fyrir er að Tivoli UK kemur til Akureyrar þessa helgi fjórða árið í röð," segir Bragi. Þeir sem kalla sig „Vini Akureyrar" eru hópur hagsmunaaðila sem stofnuðu þennan félagsskap fyrir 7 árum. Þar eru verslunarmenn, veitingamenn og eigendur skemmtistaða fjölmennastir auk fyrirtækja og einkaaðila sem ekki eiga beinna hagsmuna að gæta þegar útihátíð eins og „Ein með öllu" er annars vegar. Bæjarráð hefur samþykkt að Akureyrarbær styrki hátíðina með undirbúningsvinnu, hreinsun á tjaldsvæðum og annars staðar í bænum, akstri strætisvagna til og frá tjaldsvæðum o.fl. Jafnframt mun bærinn veita styrk til hátíðarinnar að upphæð kr. 1.500.000 með því skilyrði að styrknum verði varið til að auka framboð á skemmtun og afþreyingu fyrir börn og fjölskyldufólk og til aukinnar gæslu. Allur undirbúningur hátíðarinnar af hálfu bæjarins miðast við að hátíðin verði skipulögð og auglýst sem fjölskylduhátíð. Tjaldsvæði að Hömrum og við Þórunnarstræti verði fjölskyldutjaldsvæði og það komi skilmerkilega fram í auglýsingum um samkomuna. Ekki verður boðið uppá sérstök einstaklingstjaldsvæði í bænum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sami-fjoldi-umsokna-i-ha-og-i-fyrra
Sami fjöldi umsókna í HA og í fyrra Alls bárust Háskólanum á Akureyri 660 umsóknir um nám nú í vor og rúmlega 600 greiddu innritunargjald og staðfestu umsóknir sínar. Þetta er nánast sami fjöldi umsókna og barst skólanum í fyrra. Að sögn Laufeyjar Petreu Magnúsdóttur forstöðumanns kennslusviðs HA voru flestar umsóknir um nám í viðskipta- og raunvísindadeild og kennaradeild eða um 200 umsóknir í hvora deild. Rúmlega 100 umsóknir bárust um nám í félagsvísinda- og lagadeild og tæplega 90 umsóknir bárust um nám í heilbrigðisdeild. Í fyrra voru 170 umsóknir um nám í viðskipta- og raunvísindadeild þannig að nú eru umsóknir heldur fleiri. Nú er í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í viðskiptafræðum og eru um 30 nemendur skráðir til náms þar. Í kennaradeild er boðið uppá nám í kennslufræði til kennsluréttinda en sú námsleið var ekki í boði í fyrra. Umsóknum um nám í kennaradeild hefur því fjölgaði úr 157 árið 2006 í 200 umsóknir árið 2007. ,,Aðsókn að mörgum námsleiðum inna háskólans er í samræmi við væntingar. Námsframboð skólans er afar fjölbreytt og af þeim sökum væri æskilegast að fá sem flestar umsóknir um allar námsleiðir. Það getur hins vegar reynst erfitt að skilgreina hvers er að vænta í þessum efnum, námsleiðir virðast höfða mis vel til umsjækjenda frá ári til árs, auk þess sem samkeppni háskólanna um nemendur verður sífellt meiri," sagði Laufey.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gardslanga-sett-inn-um-gluggann
Garðslanga sett inn um gluggann Miklar skemmdir voru unnar á íbúð við Brekkugötu á Akureyri á dögunum en einhver eða einhverjir þrjótar höfðu gert sér það að leik að taka garðslöngu með úðaranum á og tróða öllu inn um glugga á íbúðinni sem er á miðhæð og skrúfað frá. ,,Þetta er afskaplega dapurt fyrir okkur og þá ekki síður fyrir þann eða þá sem þarna voru að verki því maður getur ómögulega skilið hvaða hvatir liggja að baki því að menn geri svona hluti," segir Guðríður Friðriksdóttir eigandi íbúðarinnar við Brekkugötu. Enginn var heima þegar þetta átti sér stað en það er talið hafa verið á föstudagskvöldi eða aðfaranótt laugardagsins. ,,Þetta uppgötvaðist undir hádegi daginn eftir þegar kona sem býr á efri hæðinni átti leið út og sá vatn koma út úr íbúðinni hjá okkur. Hún hringdi í lögreglu sem hafði svo samband við okkur. Við tæmdum íbúðina en það eru talsverðar skemmdir bæði á íbúðinni og á innanstokksmunum," segir Guðríður. Hún segir öll gólfefni í íbúðinni hafa verið ónýt og einnig sökklar á skápum og innréttingum. Verst finnst henni þó að fjölskyldumyndasafn hennar skemmdist en hún segist hafa tekið mikið af myndum í gegnum tíðina. Myndasafnið var geymt í geymsluherbergi og það var einmitt inn um glugga á þeirri geymslu sem skammdarvargarnir settu slönguna með úðaranum inn og skrúfuðu frá. Guðríður segir málið vera í rannsókn hjá lögreglu en eflaust verði það þrautin þyngri að upplýsa mál eins og þetta.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/risa-skemmtiferdaskip-a-akureyri
Risa skemmtiferðaskip á Akureyri Langstærsta skip sem nokkru sinni hefur komið til Akureyrar, skemmtiferðaskipið Grand Princess, lagðist að Oddeyrarbryggju í morgun. Um borð eru um 2.900 farþegar og rúmlega 1000 skipverjar. Skipið, sem 109 þúsund tonn að stærð, heldur til Reykjavíkur síðdegis en er væntanlegt aftur til Akureyrar 9. september nk. Stærstu skemmtiferðaskipin sem til Akureyrar hafa komið til þessa hafa verið innan við 80 þúsund tonn. Ferð Grand Princess hófst í Southampton, þaðan var farið til Noregs og Íslands og svo verður haldið til Southampton á ný. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar 8. júní sl. en alls verða komur skemmtiferðaskipa 59 í sumar, sem er metfjöldi. Með skipunum koma um 44 þúsund farþegar og í áhöfnum þeirra eru um 22 þúsund manns. Fjöldi þessara ferðamanna skiptir orðið verulegu máli fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Reiknað er með að tæplega 70% farþeganna fari í rútuferðir í Mývatnssveit og víðar og þúsundir þeirra leggja leið sína í miðbæ Akureyrar. Tvívegis koma þrjú skip sama daginn, á morgun laugardaginn 30. júní og laugardaginn 21. júlí.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brynhildur-til-saga-capital
Brynhildur til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Brynhildur hefur undanfarin 19 ár aðallega starfað við fjölmiðla, síðustu árin sem yfirmaður erlendra frétta á fréttastofu Stöðvar 2. Hún hefur jafnframt gegnt starfi forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sinnt stundakennslu í stjórnmálafræði. Brynhildur hefur víðtæka reynslu af alþjóðamálum og alþjóðasamskiptum og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður fyrir íslenska, breska og bandaríska fjölmiðla í Mexíkó, á Kúbu og í Bosníu og sem sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Hondúras, Pakistan og Afganistan. Hún er útskrifaður stjórnmálafræðingur frá HÍ og er með mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum og alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York í Bandaríkjunum. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki sem starfar á afmörkuðum sviðum fjármála og veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fagfjárfesta. Bankinn tekur jafnframt virkan þátt á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum með fjárfestingum fyrir eigin reikning. Saga Capital Fjárfestingarbanki er hlutafélag, stofnað árið 2006 af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum. Bankinn tók formlega til starfa í maí á þessu ári og er fyrsti íslenski bankinn í yfir 100 ár sem stofnaður er frá grunni og hlýtur frá fyrsta starfsdegi fullt starfsleyfi sem fjárfestingarbanki. Eigið fé bankans er nú tæplega 11 milljarðar sem þýðir að Saga Capital er af svipaðri stærðargráðu og BYR og Icebank. Saga Capital verður aðili að öllum norrænu OMX kauphöllunum í byrjun júlí og stefnir að skráningu hlutabréfa félagsins á verðbréfamarkaði innan fimm ára. Starfsmenn Saga Capital eiga það sammerkt að búa yfir mikilli þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hluthafahópurinn er breiður og öflugur og spannar mjög vítt svið íslensks atvinnulífs. Markmið bankans er að nýta áratuga reynslu starfsmanna til að veita fyrsta flokks faglega þjónustu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum til stofnanafjárfesta og millistórra fyrirtækja. Höfuðstöðvar Saga Capital eru á Akureyri en félagið rekur einnig starfsstöð í Reykjavík. Starfsmenn eru 25.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/flest-tilbod-yfir-kostnadaraaetlun
Flest tilboð yfir kostnaðaráætlun Aðeins fáir aðilar buðu í fjölda verkþátta sem snúa að trésmíðavinnu og múrverki í menningarhúsinu Hofi á Akureyri en tilboð voru opnuð í morgun. Magnús Garðarsson eftirlitsmaður nýframkvæmda hjá Fasteignum Akureyrarbæjar var heldur óhress með þessa niðurstöðu en hér var um að ræða annað útboð á þessum verkþáttum, sem að þessu sinni hafði verið skipt mikið niður. Magnús sagðist reyndar hafa átt von á fáum tilboðum en hann er óhress með að hafa ekki fengið tilboð í alla verkþætti, þótt ágætis tilboð séu inn á milli og þá er hann ekki sáttur við að hafa ekki fengið fleiri tilboð í múrverkið.Trésmíðavinnunni hafði verið skipt upp í sjö verkþætti og múrverkinu í tvo verkþætti. Flest tilboðin sem bárust í útboðinu voru yfir kostnaðaráætlun og mestur var munurinn 238% á sérsmíði og innréttingum. Eina tilboðið sem barst, frá P.A. Byggingaverktaka ehf., var upp á rúmar 80 milljórnir króna en kostnaðaráætlun var rúmar 33 milljónir króna. Þrír aðilar buðu í verkþáttinn; gipsvinna, veggir og föst loft og voru þau öll vel yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð átti Timbursmiðjan ehf., tæpar 85 milljónir króna eð 120% af kostnaðaráætlun. Hin tilboðin tvö, frá P.A. Byggingarverktaka og Sigurgeir Svavarssyni ehf. voru upp á 135% og um 158%.Aðeins Timbursmiðjan bauð í loftaklæðingar, tæpar 35 milljónir króna, eða 118% en kostnaðaráætlun var rúmar 29,5 milljónir króna. ÁK smíði ehf. bauð í parket og gólfvinnu og var tilboð fyrirtækisins upp á 65 milljónir króna, eða 155% en kostnaðaráætlun var um 42 milljónir króna. Þrjú tilboð bárust í hurðir og inniglugga og voru öll vel yfir kostnaðaráætlun, sem var tæpar 40 milljónir króna. Timbursmiðjan bauð lægst, tæpar 48 milljónir króna, eða 121%. P.A. Byggingaverktaki bauð rúmar 50 milljónir króna og Ölur ehf. tæpar 60 milljónir króna. Timbursmiðjan átti einnig lægra tilboðið af tveimur í felliveggi og var það langt undir kostnaðaráætlun, rúmar 10 milljónir króna, eða tæp 77%. Fyrirtækið átti eina tilboðið í glerveggi og glerfelliveggi, tæpar 4 milljónir króna og var það einnig vel undir kostnaðaráætlun.Pétur J. Jónsson var sá eini sem lagði inn tilboð í verkþættina tvo í múrverkinu. Í verþáttinn; terrazzogólf og stigar, bauð hann tæpar 17 milljónir króna, sem er rúm 82% af kostnaðaráætlun. Í annað múrverk bauð Pétur 66,6 milljónir króna, rúmlega 156% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 42,5 milljónir króna. Pétur setti fyrirvara með tilboðum sínum, þar sem m.a. kom fram hörð gagnrýni á ýmsa þætti sem tengjast útboðinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saga-kea-a-margmidlunardiski
Saga KEA á margmiðlunardiski Félagsmenn KEA munu á næstu dögum fá að gjöf frá félaginu margmiðlunardisk þar sem sögu félagsins í 120 ár eru gerð skil í máli og myndum. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri fyrsta diskinn í dag, enda talið vel við hæfi að Minjasafnið tæki við fyrsta eintakinu þar sem forsvarsmenn KEA áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun safnsins. Þannig hefur KEA, allt frá árinu 1949, stuðlað að varðveislu sögunnar hér á svæðinu en hin síðari ár hefur Iðnaðarsafnið einnig notið mikils stuðnings KEA enda eru þar fjölmargir munir sem tengjast sögu félagsins. Efnið á disknum verður aðgengilegt gestum bæði á Minjasafninu og Iðnaðarsafninu. Fyrirtækið Gagarín í Reykjavík hefur unnið margmiðlunardiskinn, en þar er blandað saman myndvinnslu og textagerð með nýjustu tækni. Óskar Þór Halldórsson vann handritið, en myndefni kemur frá fjölmörgum aðilum m.a. frá Minjasafninu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fjölmörgum einkaaðilum. Í kjölfar breytinga á starfsemi KEA upp úr aldamótunum 2000 var Starfsmannafélagi KEA (SKE) slitið árið 2003 og jafnframt undirritaður þríhliða samningur milli Kaldbaks, SKE og KEA um að peningagjöf SKE skyldi varið til þess að minnast starfa starfsmanna KEA og SKE. Þessari peningagjöf hefur verið varið til þess að kosta gerð þessa margmiðlunardisks, sem ber einfaldlega nafnið "KEA 1886-2006 - saga KEA í máli og myndum". Eitt eintak af margmiðlunardiskinum fer inn á öll heimili félagsmanna KEA, en félagsmenn geta pantað fleiri eintök af diskinum í gegnum heimasíðu félagsins eða með því að hringja á skrifstofu þess. Diskurinn innheldur margmiðlunarefni sem er aðgengilegt í gegnum tölvu (PC-CD-ROM) en ekki í gegnum hefðbundna DVD spilara. Auk þess er stefnt að því að efnið verði aðgengilegt á vef félagsins í haust.